Allt um HM-leiki dagsins í Evrópu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2009 22:49 Fernando Torres í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld. Nordic Photos / AFP Spánverjar, Hollendingar og Englendingar eru einu Evrópuliðin með fullt hús stiga í sínum riðlum í undankeppni HM 2010 sem fer fram í Suður-Afríku. Spánn vann 1-0 sigur á Tyrklandi í dag en Holland fór létt með Skotland, 3-0, í riðli Íslands í keppninni. Englendingar voru í fríi frá keppninni í dag en unnu 4-0 sigur á Slóvakíu í vináttulandsleik á Wembley. 20 leikir voru í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag og er þeim öllum gerð góð skil hér á Vísi.1. riðill:Úrslit: Malta - Danmörk 0-3 0-1 Larsen (12.) 0-2 Larsen (23.) 0-3 Nordstrand (89.) Albanía - Ungverjaland 0-1 0-1 Torghelle (38.) Portúgal - Svíþjóð 0-0Staðan: Danmörk 10 stig (+7 í markatölu) Ungverjaland 10* (+3) Portúgal 6* (+3) Svíþjóð 6 (+1) Albanía 6** (0) Malta 1** (-14) *eftir fimm leiki *eftir sex leiki Önnur lið hafa leikið fjóra leiki. Danir eru enn taplausir í riðlinum eftir öruggan 3-0 sigur á Möltu. Ungverjar gerðu góða ferð til Albaníu þar sem þrjú stig eru ekki auðsótt og héldu þar með í við Danina. Bæði lið eru með tíu stig en Danir eiga leik til góða og því í lykilstöðu upp á framhaldið að gera. Danir njóta einnig góðs af því að vera á toppi riðilsins þrátt fyrir að hafa aðeins leikið fjóra leiki. Þar að auki var markalaust jafntefli Portúgala og Svía Dönum afar hagstætt.2. riðill:Úrslit: Lúxemborg - Lettland 0-4 0-1 Karlsons (25.) 0-2 Cauna (48.) 0-3 Visnakovs (71.) 0-4 Pereplotkins (86.) Moldóva - Sviss 0-2 0-1 Frei (32.) 0-2 Fernandes (93.) Ísrael - Grikkland 1-1 0-1 Gekas (42.) 1-1 Golan (55.)Staðan: Grikkland 10 stig (+7 í markatölu) Sviss 10 (+3) Ísrael 9 (+3) Lettland 7 (+2) Lúxemborg 4 (-8) Moldóva 1 (-7) Öll lið hafa leikið fimm leiki. Yossi Benayoun var í byrjunarliði Ísrael en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og ekki getað spilað með Liverpool af þeim sökum. Hann virtist meiðast í leiknum og var borinn af velli á 77. mínútu. Staðan í þessum riðli er annars jöfn, sér í lagi eftir jafntefli Ísraela og Grikkja í dag. Sviss og Lettland unnu góða skyldusigra á útivelli og því útlit fyrir áframhaldandi spennu í riðlinum.3. riðill:Úrslit: Norður-Írland - Pólland 3-2 1-0 Feeney (10.) 1-1 Jelen (27.) 2-1 Evans (47.) 3-1 Zewlakow, sjálfsmark (61.) 3-2 Saganowski (91.) Slóvenía - Tékkland 0-0Staðan: Norður-Írland 10 stig* (+5 í markatölu) Slóvakía 9** (+3) Tékkland 8 (+3) Slóvenía 8 (+2) Pólland 7 (+1) San Marínó 0 (-14) * eftir sex leiki ** eftir fjóra leiki Önnur lið hafa leikið fimm leiki. Norður-Írar skelltu sér á topp riðilsins með öflugum 3-2 sigri á Pólverjum á heimavelli í dag. Þeir náðu góðum árangri í síðustu undankeppni og ætla sér greinilega að fylgja því eftir nú. Hins vegar eru Slóvakar enn í bestu stöðunni í riðlinum þó svo að þeir hafi verið í fríi í dag og spilað vináttulandsleik gegn Englandi. Þeir eru með níu stig eftir fjóra leiki. Það voru einnig jákvæð úrslitin fyrir toppliðin tvö í hinum leik riðilsins í dag. Þar gerðu Tékkar og Slóvenar markalaust jafntefli.4. riðill:Úrslit: Þýskaland - Liechtenstein 4-0 1-0 Ballack (4.) 2-0 Jansen (9.) 3-0 Schweinsteiger (48.) 4-0 Podolski (50.) Wales - Finnland 0-2 0-1 Johansson (43.) 0-2 Kuqi (91.) Rússland - Aserbaídsjan 2-0 1-0 Pavlyuchenko (32.) 2-0 Zyranov (71.)Staðan: Þýskaland 13 stig* (+12 í markatölu) Rússland 9 (+5) Finnland 7 (0) Wales 6* (-1) Aserbaídsjan 1 (-4) Liechtenstein 1 (-12) * eftir fjóra leiki, önnur lið eftir fimm leiki. Finnar gerðu afar góða ferð til Cardiff þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Wales og gerðu um leið út um raunhæfar vonir þeirra síðarnefndu á sæti á HM í Þýskalandi. Finnar eru svo sem ekki í lykilstöðu heldur þar sem þetta lítur út fyrir að verða barátta á milli Þjóðverja og Rússa um efsta sæti riðilsins. Bæði lið unnu skyldusigra í dag.5. riðill:Úrslit: Armenía - Eistland 2-2 1-0 Mkhitaryan (31.) 1-1 Vassiljev (36.) 1-2 Zenjov (68.) 2-2 Yedigaryan (88.) Belgía - Bosnía 2-4 0-1 Dzeko (7.) 1-1 Dembele (31.) 1-2 Jahic (75.) 1-3 Bajramovic (81.) 1-4 Misimovic (86.) 2-3 Sonck, víti (89.) Spánn - Tyrkland 1-0 1-0 Pique (60.)Staðan: Spánn 15 stig (+10 í markatölu) Bosnía 9 (+10) Tyrkland 8 (+2) Belgía 7 (0) Eistland 2 (-11) Armenía 1 (-11) Öll lið hafa leikið fimm leiki. Spánverjar eru með fáheyrða yfirburði í þessum riðli og á góðri leið með að tryggja sér sæti á HM í Suður-Afríku. Aðalkeppnin er um annað sætið í riðlinum og þar standa Bosníumenn afar vel að vígi eftir glæsilegan 4-2 sigur í Belgíu í dag. Tyrkir og Belgar eru þó ekki langt undan en þeir síðarnefndu máttu alls ekki við því að tapa svo stórt á heimavelli í dag.7. riðill: Rúmenía - Serbía 2-3 0-1 Jovanovic (18.) 0-2 Stoica, sjálfsmark (44.) 1-2 Marica (51.) 1-3 Ivanovic (59.) 2-3 Stoica (73.) Litháen - Frakkland 0-1 0-1 Ribery (67.)Staðan: Serbía 12 stig* (+7 í markatölu) Litháen 9* (+2) Frakkland 7 (0) Austurríki 4 (-2) Rúmenía 4 (-3) Færeyjar 1 (-4) * eftir fimm leiki, önnur lið hafa leikið fjóra leiki. Frakkar unnu afar mikilvægan en nauman 1-0 sigur á Frakklandi í kvöld. Þeir byrjuðu illa í riðlinum og töpuðu í Austurríki í fyrsta leik og gerðu svo jafntefli við Rúmeníu í næsta útileik. Sigurinn í Litháen í kvöld var því afar mikilvægur. Serbar unnu góðan útisigur á Rúmenum í dag og eru í góðri stöðu. Þeirra eini tapleikur til þessa kom gegn Frökkum í Frakklandi. 8. riðill:Úrslit: Írland - Búlgaría 1-1 1-0 Richard Dunne (1.) 1-1 Kevin Kilbane, sjálfsmark (74.) Svartfjallaland - Ítalía 0-2 0-1 Pirlo, víti (11.) 0-2 Pazzini (73.)Staðan: Ítalía 13 stig* (+6 í markatölu) Írland 11* (+3) Búlgaría 4 (0) Kýpur 4 (-1) Svartfjallaland 2 (-3) Georgía 2** (-5) *eftir fimm leiki ** eftir sex leiki Önnur lið hafa spilað fjóra leiki. Ítalir máttu þakka fyrir að fara með þrjú stig frá Svartfjallalandi. Í stöðunni 1-0 átti Fabio Cannavaro að fá rautt fyrir að brjóta á sóknarmanni Svartfellinga sem var sloppinn í gegn en einhverra hluta vegna fékk hann aðeins gult. Ítalir voru allt annað en sannfærandi í þessum leik en eru engu að síður í góðri stöðu á toppi riðilsins eftir að Írar máttu sætta sig við jafntefli gegn Búlgaríu á heimavelli í kvöld. Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira
Spánverjar, Hollendingar og Englendingar eru einu Evrópuliðin með fullt hús stiga í sínum riðlum í undankeppni HM 2010 sem fer fram í Suður-Afríku. Spánn vann 1-0 sigur á Tyrklandi í dag en Holland fór létt með Skotland, 3-0, í riðli Íslands í keppninni. Englendingar voru í fríi frá keppninni í dag en unnu 4-0 sigur á Slóvakíu í vináttulandsleik á Wembley. 20 leikir voru í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag og er þeim öllum gerð góð skil hér á Vísi.1. riðill:Úrslit: Malta - Danmörk 0-3 0-1 Larsen (12.) 0-2 Larsen (23.) 0-3 Nordstrand (89.) Albanía - Ungverjaland 0-1 0-1 Torghelle (38.) Portúgal - Svíþjóð 0-0Staðan: Danmörk 10 stig (+7 í markatölu) Ungverjaland 10* (+3) Portúgal 6* (+3) Svíþjóð 6 (+1) Albanía 6** (0) Malta 1** (-14) *eftir fimm leiki *eftir sex leiki Önnur lið hafa leikið fjóra leiki. Danir eru enn taplausir í riðlinum eftir öruggan 3-0 sigur á Möltu. Ungverjar gerðu góða ferð til Albaníu þar sem þrjú stig eru ekki auðsótt og héldu þar með í við Danina. Bæði lið eru með tíu stig en Danir eiga leik til góða og því í lykilstöðu upp á framhaldið að gera. Danir njóta einnig góðs af því að vera á toppi riðilsins þrátt fyrir að hafa aðeins leikið fjóra leiki. Þar að auki var markalaust jafntefli Portúgala og Svía Dönum afar hagstætt.2. riðill:Úrslit: Lúxemborg - Lettland 0-4 0-1 Karlsons (25.) 0-2 Cauna (48.) 0-3 Visnakovs (71.) 0-4 Pereplotkins (86.) Moldóva - Sviss 0-2 0-1 Frei (32.) 0-2 Fernandes (93.) Ísrael - Grikkland 1-1 0-1 Gekas (42.) 1-1 Golan (55.)Staðan: Grikkland 10 stig (+7 í markatölu) Sviss 10 (+3) Ísrael 9 (+3) Lettland 7 (+2) Lúxemborg 4 (-8) Moldóva 1 (-7) Öll lið hafa leikið fimm leiki. Yossi Benayoun var í byrjunarliði Ísrael en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og ekki getað spilað með Liverpool af þeim sökum. Hann virtist meiðast í leiknum og var borinn af velli á 77. mínútu. Staðan í þessum riðli er annars jöfn, sér í lagi eftir jafntefli Ísraela og Grikkja í dag. Sviss og Lettland unnu góða skyldusigra á útivelli og því útlit fyrir áframhaldandi spennu í riðlinum.3. riðill:Úrslit: Norður-Írland - Pólland 3-2 1-0 Feeney (10.) 1-1 Jelen (27.) 2-1 Evans (47.) 3-1 Zewlakow, sjálfsmark (61.) 3-2 Saganowski (91.) Slóvenía - Tékkland 0-0Staðan: Norður-Írland 10 stig* (+5 í markatölu) Slóvakía 9** (+3) Tékkland 8 (+3) Slóvenía 8 (+2) Pólland 7 (+1) San Marínó 0 (-14) * eftir sex leiki ** eftir fjóra leiki Önnur lið hafa leikið fimm leiki. Norður-Írar skelltu sér á topp riðilsins með öflugum 3-2 sigri á Pólverjum á heimavelli í dag. Þeir náðu góðum árangri í síðustu undankeppni og ætla sér greinilega að fylgja því eftir nú. Hins vegar eru Slóvakar enn í bestu stöðunni í riðlinum þó svo að þeir hafi verið í fríi í dag og spilað vináttulandsleik gegn Englandi. Þeir eru með níu stig eftir fjóra leiki. Það voru einnig jákvæð úrslitin fyrir toppliðin tvö í hinum leik riðilsins í dag. Þar gerðu Tékkar og Slóvenar markalaust jafntefli.4. riðill:Úrslit: Þýskaland - Liechtenstein 4-0 1-0 Ballack (4.) 2-0 Jansen (9.) 3-0 Schweinsteiger (48.) 4-0 Podolski (50.) Wales - Finnland 0-2 0-1 Johansson (43.) 0-2 Kuqi (91.) Rússland - Aserbaídsjan 2-0 1-0 Pavlyuchenko (32.) 2-0 Zyranov (71.)Staðan: Þýskaland 13 stig* (+12 í markatölu) Rússland 9 (+5) Finnland 7 (0) Wales 6* (-1) Aserbaídsjan 1 (-4) Liechtenstein 1 (-12) * eftir fjóra leiki, önnur lið eftir fimm leiki. Finnar gerðu afar góða ferð til Cardiff þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Wales og gerðu um leið út um raunhæfar vonir þeirra síðarnefndu á sæti á HM í Þýskalandi. Finnar eru svo sem ekki í lykilstöðu heldur þar sem þetta lítur út fyrir að verða barátta á milli Þjóðverja og Rússa um efsta sæti riðilsins. Bæði lið unnu skyldusigra í dag.5. riðill:Úrslit: Armenía - Eistland 2-2 1-0 Mkhitaryan (31.) 1-1 Vassiljev (36.) 1-2 Zenjov (68.) 2-2 Yedigaryan (88.) Belgía - Bosnía 2-4 0-1 Dzeko (7.) 1-1 Dembele (31.) 1-2 Jahic (75.) 1-3 Bajramovic (81.) 1-4 Misimovic (86.) 2-3 Sonck, víti (89.) Spánn - Tyrkland 1-0 1-0 Pique (60.)Staðan: Spánn 15 stig (+10 í markatölu) Bosnía 9 (+10) Tyrkland 8 (+2) Belgía 7 (0) Eistland 2 (-11) Armenía 1 (-11) Öll lið hafa leikið fimm leiki. Spánverjar eru með fáheyrða yfirburði í þessum riðli og á góðri leið með að tryggja sér sæti á HM í Suður-Afríku. Aðalkeppnin er um annað sætið í riðlinum og þar standa Bosníumenn afar vel að vígi eftir glæsilegan 4-2 sigur í Belgíu í dag. Tyrkir og Belgar eru þó ekki langt undan en þeir síðarnefndu máttu alls ekki við því að tapa svo stórt á heimavelli í dag.7. riðill: Rúmenía - Serbía 2-3 0-1 Jovanovic (18.) 0-2 Stoica, sjálfsmark (44.) 1-2 Marica (51.) 1-3 Ivanovic (59.) 2-3 Stoica (73.) Litháen - Frakkland 0-1 0-1 Ribery (67.)Staðan: Serbía 12 stig* (+7 í markatölu) Litháen 9* (+2) Frakkland 7 (0) Austurríki 4 (-2) Rúmenía 4 (-3) Færeyjar 1 (-4) * eftir fimm leiki, önnur lið hafa leikið fjóra leiki. Frakkar unnu afar mikilvægan en nauman 1-0 sigur á Frakklandi í kvöld. Þeir byrjuðu illa í riðlinum og töpuðu í Austurríki í fyrsta leik og gerðu svo jafntefli við Rúmeníu í næsta útileik. Sigurinn í Litháen í kvöld var því afar mikilvægur. Serbar unnu góðan útisigur á Rúmenum í dag og eru í góðri stöðu. Þeirra eini tapleikur til þessa kom gegn Frökkum í Frakklandi. 8. riðill:Úrslit: Írland - Búlgaría 1-1 1-0 Richard Dunne (1.) 1-1 Kevin Kilbane, sjálfsmark (74.) Svartfjallaland - Ítalía 0-2 0-1 Pirlo, víti (11.) 0-2 Pazzini (73.)Staðan: Ítalía 13 stig* (+6 í markatölu) Írland 11* (+3) Búlgaría 4 (0) Kýpur 4 (-1) Svartfjallaland 2 (-3) Georgía 2** (-5) *eftir fimm leiki ** eftir sex leiki Önnur lið hafa spilað fjóra leiki. Ítalir máttu þakka fyrir að fara með þrjú stig frá Svartfjallalandi. Í stöðunni 1-0 átti Fabio Cannavaro að fá rautt fyrir að brjóta á sóknarmanni Svartfellinga sem var sloppinn í gegn en einhverra hluta vegna fékk hann aðeins gult. Ítalir voru allt annað en sannfærandi í þessum leik en eru engu að síður í góðri stöðu á toppi riðilsins eftir að Írar máttu sætta sig við jafntefli gegn Búlgaríu á heimavelli í kvöld.
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira