Viðskipti innlent

Leita hluthafa að Högum erlendis

Ein helsta eign Haga er Bónus. Mynd/ Anton.
Ein helsta eign Haga er Bónus. Mynd/ Anton.
Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis.

Eins og fréttastofa greindi frá í gær hafa tveir starfsmenn Kaupþings sest í stjórn 1998 ehf, móðurfélags Haga, og heimili félagsins hefur verið flutt í höfuðstöðvar bankans í Borgartúni.

Kaupþing hefur þó ekki yfirtekið Haga, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup, Tíu/ellefu og Debenhams. Um ræða er að ræða samkomulag á milli bankans og eigenda Haga, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Samkomulagið felur í sér að Kaupþing endurfjármagnaði sjö milljarða lán Haga nú í október gegn því að Jón Ásgeir kæmi með milljarða inn í móðurfélagið til að grynnka á tugmilljarða skuldum þess, skuldum sem urðu til um mitt síðasta ár þegar Jón Ásgeir og fjölskylda keyptu Haga af Baugi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, leitar Jón Ásgeir nú hófann í útlöndum eftir fjárfestum.

Jóhannes Jónsson, einatt kenndur við Bónus, sem situr í stjórn móðurfélags Haga með Kaupþingsmönnunum tveimur, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að fresturinn til að finna nýtt hlutafé væri nokkrar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×