Skoðun

Pistill: Hvað fundu Rússar á Drekasvæðinu?

Friðrik Indriðason skrifar

Sú spurning vaknar hvað Rússar hafi fundið á Drekasvæðinu í sumar en þar hafa tveir rannsóknarkafbátar á vegum rússneska sjóhersins verið að störfum sem og á fleiri svæðum á Norður-Atlantshafshryggnum allt frá Færeyjum og norður til Svalbarða.

Frétt um að Rússar hafi skyndilega ákveðið að samþykkja 64 milljarða kr. lán til Ísland vekur nokkra athygli í þessu sambandi þar sem einungis er mánuður síðan að ráðmenn í Rússlandi sögðu að ekkert lægi á þessari lánveitingu og að hún yrði afgreidd í fyrsta lagi á næsta ári.

Bent hefur verið á að þessi viðsnúningur hjá Rússum kemur aðeins tæplega tveimur vikum eftir að greint var frá því að óvenjumikil umferð rússneskra kafbáta hafi verið um Norður Atlantshaf í sumar. Á vefsíðu Varnarmálastofnunnar um málið segir m.a. að tveir rannsóknarkafbátar rússneska sjóhersins studdir kjarnorkuknúnum árásar- og þjónustukafbátum, hafa haldið sig á svæðinu.

Í þessu sambandi má rifja upp frétt hér á síðunni frá því 16. júní s.l. Þar er vitnað til PRIME-TASS fréttastofunnar um að Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra segi að ekkert liggi á að afgreiða lán Rússa til Íslendinga... „"þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu," eins og það er orðað.

„Það liggur ekkert á því af hálfu Rússa að veita lánið. Að öllum líkindum verður rætt um nauðsyn þess að taka ákvörðun til lengri tíma...hugsanlega verður eitthvað látið af hendi rakna 2010," er haft eftir ráðherranum.

Pankin segir jafnframt að allar upplýsingar sem fyrir liggi verði skoðaðar og síðan settar saman í skýrslu til stjórnar Rússlands sem tekur lokaákvörðun í málinu.

Aðspurður um hvort Íslendingar geti ekki fengið lánið á þessu ári ítrekaði Pankin að engar ákvarðanir hefðu verið teknar.

Í dag hefur Dmitry Pankin allsnarlega snúist hugur og hefur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum ákveðið að afgreiða þetta lán til Íslendinga strax.

Ekki hefur komið neitt fram opinberlega um af hverju Rússum hefur snúist hugur í þessu máli og engar fréttir hafa verið um samskipti landanna að öðru leyti en frásögn Varnarmálastofnunnar um fyrrgreindar athafnir rússneskra rannsóknarkafbáta innan lögsögu landsins fyrir norðaustan land og víðar.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×