Pistill: Hvað fundu Rússar á Drekasvæðinu? Friðrik Indriðason skrifar 16. júlí 2009 11:14 Sú spurning vaknar hvað Rússar hafi fundið á Drekasvæðinu í sumar en þar hafa tveir rannsóknarkafbátar á vegum rússneska sjóhersins verið að störfum sem og á fleiri svæðum á Norður-Atlantshafshryggnum allt frá Færeyjum og norður til Svalbarða. Frétt um að Rússar hafi skyndilega ákveðið að samþykkja 64 milljarða kr. lán til Ísland vekur nokkra athygli í þessu sambandi þar sem einungis er mánuður síðan að ráðmenn í Rússlandi sögðu að ekkert lægi á þessari lánveitingu og að hún yrði afgreidd í fyrsta lagi á næsta ári. Bent hefur verið á að þessi viðsnúningur hjá Rússum kemur aðeins tæplega tveimur vikum eftir að greint var frá því að óvenjumikil umferð rússneskra kafbáta hafi verið um Norður Atlantshaf í sumar. Á vefsíðu Varnarmálastofnunnar um málið segir m.a. að tveir rannsóknarkafbátar rússneska sjóhersins studdir kjarnorkuknúnum árásar- og þjónustukafbátum, hafa haldið sig á svæðinu. Í þessu sambandi má rifja upp frétt hér á síðunni frá því 16. júní s.l. Þar er vitnað til PRIME-TASS fréttastofunnar um að Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra segi að ekkert liggi á að afgreiða lán Rússa til Íslendinga... „"þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu," eins og það er orðað. „Það liggur ekkert á því af hálfu Rússa að veita lánið. Að öllum líkindum verður rætt um nauðsyn þess að taka ákvörðun til lengri tíma...hugsanlega verður eitthvað látið af hendi rakna 2010," er haft eftir ráðherranum. Pankin segir jafnframt að allar upplýsingar sem fyrir liggi verði skoðaðar og síðan settar saman í skýrslu til stjórnar Rússlands sem tekur lokaákvörðun í málinu. Aðspurður um hvort Íslendingar geti ekki fengið lánið á þessu ári ítrekaði Pankin að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Í dag hefur Dmitry Pankin allsnarlega snúist hugur og hefur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum ákveðið að afgreiða þetta lán til Íslendinga strax. Ekki hefur komið neitt fram opinberlega um af hverju Rússum hefur snúist hugur í þessu máli og engar fréttir hafa verið um samskipti landanna að öðru leyti en frásögn Varnarmálastofnunnar um fyrrgreindar athafnir rússneskra rannsóknarkafbáta innan lögsögu landsins fyrir norðaustan land og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sú spurning vaknar hvað Rússar hafi fundið á Drekasvæðinu í sumar en þar hafa tveir rannsóknarkafbátar á vegum rússneska sjóhersins verið að störfum sem og á fleiri svæðum á Norður-Atlantshafshryggnum allt frá Færeyjum og norður til Svalbarða. Frétt um að Rússar hafi skyndilega ákveðið að samþykkja 64 milljarða kr. lán til Ísland vekur nokkra athygli í þessu sambandi þar sem einungis er mánuður síðan að ráðmenn í Rússlandi sögðu að ekkert lægi á þessari lánveitingu og að hún yrði afgreidd í fyrsta lagi á næsta ári. Bent hefur verið á að þessi viðsnúningur hjá Rússum kemur aðeins tæplega tveimur vikum eftir að greint var frá því að óvenjumikil umferð rússneskra kafbáta hafi verið um Norður Atlantshaf í sumar. Á vefsíðu Varnarmálastofnunnar um málið segir m.a. að tveir rannsóknarkafbátar rússneska sjóhersins studdir kjarnorkuknúnum árásar- og þjónustukafbátum, hafa haldið sig á svæðinu. Í þessu sambandi má rifja upp frétt hér á síðunni frá því 16. júní s.l. Þar er vitnað til PRIME-TASS fréttastofunnar um að Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra segi að ekkert liggi á að afgreiða lán Rússa til Íslendinga... „"þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu," eins og það er orðað. „Það liggur ekkert á því af hálfu Rússa að veita lánið. Að öllum líkindum verður rætt um nauðsyn þess að taka ákvörðun til lengri tíma...hugsanlega verður eitthvað látið af hendi rakna 2010," er haft eftir ráðherranum. Pankin segir jafnframt að allar upplýsingar sem fyrir liggi verði skoðaðar og síðan settar saman í skýrslu til stjórnar Rússlands sem tekur lokaákvörðun í málinu. Aðspurður um hvort Íslendingar geti ekki fengið lánið á þessu ári ítrekaði Pankin að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Í dag hefur Dmitry Pankin allsnarlega snúist hugur og hefur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum ákveðið að afgreiða þetta lán til Íslendinga strax. Ekki hefur komið neitt fram opinberlega um af hverju Rússum hefur snúist hugur í þessu máli og engar fréttir hafa verið um samskipti landanna að öðru leyti en frásögn Varnarmálastofnunnar um fyrrgreindar athafnir rússneskra rannsóknarkafbáta innan lögsögu landsins fyrir norðaustan land og víðar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar