Erlent

Ók dráttarvél á lögreglubíl

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregluþjónar áttu fótum fjör að launa þegar dráttarvél var ekið á fullri ferð á lögreglubíl þeirra þar sem þeir höfðu stillt honum upp sem vegartálma á vegi í Sønderjylland. Ætlun þeirra var að stöðva tvo menn sem stolið höfðu bíl og bát dreginn á kerru sem var fest aftan í bílinn. Þjófarnir stöðvuðu bílinn en þá kom þriðji maðurinn akandi á dráttarvél, sem einnig hafði verið stolið, ók á lögreglubílinn og ýtti honum út af veginum. Maðurinn komst undan á hlaupum en hinir tveir voru teknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×