Viðskipti innlent

Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál

Bankahrunið á Íslandi skekur nú bresk sveitastjórnmál.
Bankahrunið á Íslandi skekur nú bresk sveitastjórnmál.

Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph.

Pólitiskir andstæðingar Andrews dreifðu bleðlingum í póstkassa bæjarbúa þar sem sök Andrews var tíunduð og honum beinlínis kennt um að hafa tapað skattpeningunum í íslenskum bönkum. Þess má geta að bæjaryfirvöld hafa refsað embættismanni vegna málsins, en nafn hans hefur ekki verið gert opinnbert.

Málið kemur illa við Andrew sem stendur í kosningabaráttu þessa daganna.

Hann hefur þó látið hafa eftir sér að hann sofi varla á nóttinni eftir að bærinn tapaði fénu, að auki líði honum eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins.

Þá sakar Andrew andstæðinga sína um að blekkja kjósendur vegna málsins, málið sé ekki jafn einfalt og það virðist, enda heimskreppa um alla veröld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×