Körfubolti

Jón Arnór og Signý voru valin best á lokahófi KKÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Signý Hermannsdóttir úr Val var kosin besti leikmaður ársins í fyrsta sinn.
Signý Hermannsdóttir úr Val var kosin besti leikmaður ársins í fyrsta sinn. Mynd/Vilhelm

Jón Arnór Stefánsson, bakbvörður úr KR og Signý Hermannsdóttir, miðherji úr Val, voru kosin bestu leikmenn Iceland Express deildanna á lokahófi KKÍ sem stendur nú yfir á Broadway. Þetta er í fyrsta sinn sem Signý Hermannsdóttir er kosin best en Jón Arnór Stefánsson hlaut þessi sömu verðlaun fyrir sjö árum síðan.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Haukum og Rúnar Ingi Erlingsson úr Breiðabliki voru kosin bestu ungu leikmennirnir. Ragna Margrét fékk nú þessi verðlaun annað árið í röð.

Jón Arnór Stefánsson úr KR og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir úr KR voru kosin bestu varnarmennirnir og Brenton Birmingham úr Grindavík og Hildur Sigurðardóttir úr KR þóttu vera prúðustu leikmennirnir.

Slavica Dimovska úr Haukum og Nick Bradford úr Grindavík voru kosin bestu erlendu leikmennirnir. KR-ingarnir Benedikt Guðmundsson og Jóhannes Árnason voru kosnir bestu þjálfararnir.

Besti dómarinn var valinn Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík en hann var að hljóta þessi verðlaun fimmta árið í röð.

Úrvalslið Iceland Express deildar kvenna er þannig skipað:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Sigrún Ámundadóttir, KR
Signý Hermannsdóttir, Val

Úrvalslið Iceland Express deildar karla er þannig skipað:
Jakob Sigurðarson, KR
Jón Arnór Stefánsson, KR
Brenton Birmingham, Grindavík
Sigurður Þorvaldsson, Snæfell
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.