Viðskipti innlent

Framkvæmdastjórn ESB staðfestir skjóta meðferð fyrir Ísland

Í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðu mála innan sambandsins er það staðfest að Ísland muni fá skjóta meðferð í aðildarviðræðum sínum við ESB.

Skýrslan á að koma út þann 14. október n.k. en Reuters hefur uppkast að henni undir höndum og birtir upplýsingar úr því í dag.

„Skýrslan virðist staðfesta að Ísland, sem sótti um ESB aðild nýlega eftir að hafa orðið illa úti í kreppunni, geti siglt gegnum aðildarviðræður tiltölulega skjótt þar sem landið er þegar aðili að hinum sameiginlega markaði og Schengen samkomulaginu," segir í frétt Reuters.

„Framkvæmdastjórnin mun taka tillit til þessara þátta í áliti sínu," segir í uppkastinu að skýrslunni.

Að öðru leyti kemur m.a. fram í þessu uppkasti að Króatía getið lokið sínum aðildarviðræðum strax á næsta ári en Tyrkland verður enn að bíða eftir því að komast að samningaborðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×