Viðskipti innlent

Siv spyr utanríkisráðherra um lán til Icelandic Glacial

Siv Friðleifsdóttur þingmaður Framsóknarflokksins hefur beint skriflegri fyrirspurn á alþingi til utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar.

Fyrirtækið er í eigu Jón Ólafssonar og flytur út vatn í neytendaumbúðum. Siv vill jafnframt fá að vita hvort aðrir en ráðherrann hafi komið að málinu og þá hverjir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×