Viðskipti innlent

Starfsmenn Straums fá greidd laun

Skilanefnd Straums leggur ríka áherslu á að ráðningasamningar við starfsmenn verði efndir og laun fyrir marsmánuð verða greidd út með hefpbundnum hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Skilanefnd Straums sendi starfsmönnum bankans í gær. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að launagreiðslur til starfsamanna kynnu að vera í uppnámi. Það tengdist yfirtöku FME á bankanum. Unnið væri að því að kippa málum í lag.

Þegar skilanefndin tók bankann yfir 9. mars, voru teknir fjármunir út úr bankanum til að mæta innlánum. Þá var , sammkvæmt heimildum fréttastofu, óvíst hvort peningar væru til í Straumi til að standa við launagreiðslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×