Viðskipti innlent

600 Bretar á Spáni undirbúa málsókn á hendur Landsbankanum

Um 600 Bretar sem eiga húsnæði á Spáni undirbúa nú málssókn á hendur Landsbankanum. Þeir reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þeir missi heimili sín.

Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum í dag. Þar segir að Bretarnir hafi verið taldir á að veðsetja húseignir sínar og setja andvirði lánsins í sjóð sem var rekinn af Landsbankanum. Bretarnir segja að fjármálaráðgjafar hafi sannfært þá um að hagnaður af sjóðnum myndi vera hærri en vextirnir sem þeir þurftu að borga. Svona gerningar hafa verið bannaðir í Bretlandi frá 1990. Bretarnir segja að jafnvel fyrir hrun bankans í Október hafi sjóðurinn verið farinn að rýrna. Nú standa margir frammi fyrir því að þurfa að selja húseignir sínar til að standa skil á lánunum.

Í greininni kemur fram að lögfræðingar vinni nú fyrir hópinn til að undirbúa lögsókn á hendur Landsbankanum og fjármálaráðgjöfum sem ráðlögðu fólkinu að láta slag standa. Málið er höfðað fyrir spænskum dómstólum og er nú höndum saksóknara. Vonast húseigendurnir til að hægt verði að afskrifa skuldirnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×