Viðskipti innlent

SPM fékk heimild til nauðasamninga

Héraðsdómur Vesturlands hefur veitt Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) heimild til að leita nauðasamninga. Hefur Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

 

Í tilkynningu segir að Sparisjóðinum var með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 2. júlí sl. skipuð bráðabirgðastjórn vísan til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki og var skipunartími hennar þrír mánuðir.

 

Samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki framlengist umboð bráðabirgðastjórnar þar til einn mánuður er liðinn frá því nauðasamningsumleitunum lýkur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×