Viðskipti innlent

1,6 milljarður í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi í morgun rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til tæplega 14.600 einstaklinga. Það er tæpum hálfum milljarði minna en greitt var í atvinnuleysisbætur í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 8%.

Heildargreiðslur fyrir ágústmánuð voru rúmlega 2,2 milljarðir króna en þá var greitt til tæplega 15.800 einstaklinga, 1200 færri en í morgun.

67 einstaklingum var sagt upp í hópuppsögnum þriggja fyrirtækja í síðasta mánuði. Um er að ræða starfsmenn Morgunblaðsins, Sæferða og Jarðboranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×