Viðskipti innlent

Skuldabréfaveltan hrapar

Veltan á skuldabréfamarkaðinum í kauphöllinni nam 3,2 milljörðum kr. sem er aðeins brot af því sem hún hefur verið undanfarnar vikur og mánuði.

 

Yfirleitt hefur hún mælst í um eða vel yfir 10 milljörðum kr. á hverjum degi. Veltan var með mesta móti í gærdag eða rúmlega 17 milljarðar kr. sem gæti skýrt litla veltu í dag.

 

Hlutabréfamarkaðurinn endaði daginn í mínus. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,6% og stendur í 804,5 stigum. Marel hækkaði um 2,9% en Föroya Banki lækkaði um 3,5%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×