Innlent

Vinstri grænir verða með prófkjör í Reykjavík 6. mars

Fastlega má gera ráð fyrir því að bæði Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir gefi kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna.
Fastlega má gera ráð fyrir því að bæði Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir gefi kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna.
Ákveðið hefur verið að efna til forvals í hjá Vinstri grænum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi alþingiskosningar. Fimm manna kjörstjórn leggur til að forvalið fari fram 6.mars næstkomandi og framboðsfrestur sé til 19. febrúar. Tillaga að þessum dagsetningum verður lögð fyrir félagsfund VGR næstkomandi fimmtudag. Á fundinum verða einnig lagðar fyrir reglur sem kosið verður eftir jafnframt því að velja fulltrúa félagsins á landsfund flokksins sem fram fer 20. - 22. mars. Fundurinn verður haldinn á Vesturgötu 7 fimmtudaginn 12. febrúar og hefst hann klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×