Skatttekjur Akureyrar hækka um 426 milljónir 6. október 2009 14:24 Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Akureyrar kemur fram að skatttekjur bæjarins hækka um 426 milljónir kr. og verða 7,4 milljarðar kr. Munar þar mestu um auknar útsvarstekjur upp á 318 milljónir kr. Þetta skýrist fyrst og fremst að því að efnahagsþrengingar þjóðarinnar hafa ekki komið jafn þungt niður á rekstri Akureyrarbæjar og útlit var fyrir í upphafi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu um frumvarp að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 sem verður lagt fram í bæjarstjórn í dag þriðjudag. Þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífi þjóðarinnar má greina ýmis jákvæð teikn í áætluninni, svo sem auknar útsvarstekjur og bætta afkomu miðað við það sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Forsendur upphaflegrar áætlunar hafa að mestu haldið. Reiknað var með 7% verðlagsbreytingu á milli ára en endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir 7,9% hækkun verðlags. Þessar forsendur hafa mikil áhrif á fjármagnsgjöld eins og kom fram í upphaflegri áætlun en reiknað var með halla upp á tæpar 1.100 milljónir kr. Útgjöld bæjarsjóðs hafa hækkað um 366 milljónir kr. og vega þar þyngst kjarasamningsbundnar launahækkanir og hækkun tryggingargjalds sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð. Innri húsaleiga bæjarins hækkar einnig um rúmar 94 milljónir kr. og annar kostnaður um 164 milljónir kr. Framlag til reksturs Öldrunarheimila Akureyrarbæjar hækkar um tæpar 50 milljónir kr. og verður samtals 183 millljónir kr. Í vor var samþykkt sameining sveitarfélaganna Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar og hafa áhrif sameiningarinnar nú verið tekin inn í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Tekjur og útgjöld vegna hennar eru nánast jafn háir liðir, tekjurnar þó aðeins hærri en gjöldin. Endurskoðað framkvæmdayfirlit gerir ráð fyrir auknum framkvæmdum upp á um 240 milljónir kr. og er stærsti einstaki liðurinn þar framkvæmdir við glæsilegt íþróttasvæði við Hamar vegna Landsmóts UMFÍ sl. sumar. Lántaka Akureyrarbæjar á þessu ári lækkar um 1.100 milljónum kr. sem stafar að stærstum hluta af því að lokið var að mestu við fjármögnun ársins 2009 í árslok 2008. Niðurstaðan er bætt afkoma í A-hluta samstæðunnar um sem nemur 111 miljónum kr. Rekstrarhalli A-hluta verður því 985 milljónir kr. í staðinn fyrir tæpar 1.100 milljónir kr. sem gert hafði verið ráð fyrir í fyrri fjárhagsáætlun. Afkoma samstæðunnar í heild batnar um 155 milljónir kr. frá fyrri áætlun. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Akureyrar kemur fram að skatttekjur bæjarins hækka um 426 milljónir kr. og verða 7,4 milljarðar kr. Munar þar mestu um auknar útsvarstekjur upp á 318 milljónir kr. Þetta skýrist fyrst og fremst að því að efnahagsþrengingar þjóðarinnar hafa ekki komið jafn þungt niður á rekstri Akureyrarbæjar og útlit var fyrir í upphafi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu um frumvarp að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 sem verður lagt fram í bæjarstjórn í dag þriðjudag. Þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífi þjóðarinnar má greina ýmis jákvæð teikn í áætluninni, svo sem auknar útsvarstekjur og bætta afkomu miðað við það sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Forsendur upphaflegrar áætlunar hafa að mestu haldið. Reiknað var með 7% verðlagsbreytingu á milli ára en endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir 7,9% hækkun verðlags. Þessar forsendur hafa mikil áhrif á fjármagnsgjöld eins og kom fram í upphaflegri áætlun en reiknað var með halla upp á tæpar 1.100 milljónir kr. Útgjöld bæjarsjóðs hafa hækkað um 366 milljónir kr. og vega þar þyngst kjarasamningsbundnar launahækkanir og hækkun tryggingargjalds sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð. Innri húsaleiga bæjarins hækkar einnig um rúmar 94 milljónir kr. og annar kostnaður um 164 milljónir kr. Framlag til reksturs Öldrunarheimila Akureyrarbæjar hækkar um tæpar 50 milljónir kr. og verður samtals 183 millljónir kr. Í vor var samþykkt sameining sveitarfélaganna Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar og hafa áhrif sameiningarinnar nú verið tekin inn í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Tekjur og útgjöld vegna hennar eru nánast jafn háir liðir, tekjurnar þó aðeins hærri en gjöldin. Endurskoðað framkvæmdayfirlit gerir ráð fyrir auknum framkvæmdum upp á um 240 milljónir kr. og er stærsti einstaki liðurinn þar framkvæmdir við glæsilegt íþróttasvæði við Hamar vegna Landsmóts UMFÍ sl. sumar. Lántaka Akureyrarbæjar á þessu ári lækkar um 1.100 milljónum kr. sem stafar að stærstum hluta af því að lokið var að mestu við fjármögnun ársins 2009 í árslok 2008. Niðurstaðan er bætt afkoma í A-hluta samstæðunnar um sem nemur 111 miljónum kr. Rekstrarhalli A-hluta verður því 985 milljónir kr. í staðinn fyrir tæpar 1.100 milljónir kr. sem gert hafði verið ráð fyrir í fyrri fjárhagsáætlun. Afkoma samstæðunnar í heild batnar um 155 milljónir kr. frá fyrri áætlun.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira