Viðskipti innlent

Century Aluminium hækkar í kjölfar samnings

Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,45% í dag. Í morgun var sem kunnugt er tilkynnt um að Norðurál hefði náð samningi við þrjá erlenda banka um fjármögnun álversins í Helguvík.

 

Annars lækkaði úrvalsvísitalan um 1,1% í dag. Össur lækkaði um 3,9% sem er nokkur meira en nemur lækkuninni hjá Össur í Kaupmannahöfn sem var um 2%. Þá lækkaði Marel um 0,3%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×