Erlent

Sameinuðu þjóðirnar samþykkja kjör forseta Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hamid Karzai.
Hamid Karzai.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt kjörið á Hamid Karzai sem forseta Afganistans, þrátt fyrir ásakanir um að hann hafi beitt svindli við kosningarnar. Í ályktun frá Allsherjarþinginu eru Hamid Karzai og stjórn hans hvött til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum í Afganistan og berjast gegn spillingu.

Hamid Karzai var lýstur réttkjörinn forseti Afganistans fyrir viku síðan eftir að mótframbjóðandi hans Abdullah Abdullah hætti við framboð sitt fyrir seinni hluta kosninganna. Abdullah sagði að ekki væri hægt að tryggja heiðarlegar kosningar og því dró hann sig í hlé.

Karzai fékk um 55 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Vegna stórfelldra kosningasvika var sú tala lækkuð niður í 45 prósent. Þar sem kjörinn forseti þarf að fá rúmlega fimmtíu prósenta kosningu hefði réttilega átt að kjósa aftur á milli hans og Abdullas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×