Innlent

Segir mörg félög á lánalistanum ekkert til saka unnið

Helga Arnardóttir skrifar

Bankastjóri Nýja Kaupþings segir brýnt að vernda trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini bankans og því hafi verið krafist lögbanns á birtingu gagna um lánafyrirgreiðslur til þeirra. Formaður Blaðamannafélagsins segir ljóst að breyta þurfi lögum um bankaleynd hyggist bankinn beita þessum rökum áfram.

Sýslumaðurinn í Reykjavík setti í gær lögbann á birtingu frétta Ríkisútvarpsins um lánayfirlit yfir stærstu lántakendur Kaupþingssamsteypunnar sem lekið var á vefsíðuna Wikileaks.

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings segir bankanum skylt samkvæmt lögum að verja trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini bankans. Mörg félög séu á þessum lánalista sem hafi ekkert til saka unnið.

Mikil umræða hefur skapast um málið á netmiðlum og í gærkvöldi var stofnaður hópur á Facebook sem nefnist Hættum viðskiptum við Kaupþing. Á sjötta hundrað manns hafa gerst félagar.

Formaður Blaðamannafélagsins segir lögbannið fráleitt og almenningur eigi skilyrðislausan rétt á að fá upplýsingar um hvernig málefnum bankans var háttað. Bankaleyndin eigi ekki rétt á sér í þessu tilviki þar sem almannahagsmunir vegi miklu þyngra.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.