Fréttaskýring: Nánasta framtíð þjóðarinnar í miklli óvissu Friðrik Indriðason skrifar 9. október 2009 14:41 Þeir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segja í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að af viðtölum þeirra við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála megi ráða að afar mikilvægt sé að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar. Og óvissu af töfum á endurskoðun áætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem af þeirri deilu leiðir. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að ekki virðist vera meirihluti á þingi til að ljúka Icesave málinu á næstunni eins og ríkisstjórnin vill gera. Þetta er einnig athyglisvert því fréttir hafa birst um að meirihluti sé nú fyrir því á þingi að sparka AGS út úr landinu. Í bréfinu er farið yfir sviðið hvað varðar afleiðingar þess að Icesave og endurskoðun AGS tefjist ennfrekar. Fyrir utan að ómögulegt verður að aflétta gengishöftunum er ein afleiðingin að líklegt er að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað. Lánshæfismatið hangir enn í fjárfestingaflokki en með neikvæðum horfum. Verði það lækkað fer það beint í svokallaðan rusl eða „junk" flokk með tilheyrandi afleiðingum fyrir erlenda lánastöðu ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja á borð við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. „Ef lánshæfismatið fellur niður fyrir fjárfestingarflokk kunna sumir stofnanafjárfestar að vera tilneyddir til að selja eignir sínar um leið og færi gefst, vegna þess að þeim er ekki heimilt að fjárfesta í svo lágt metnum eignum," segir í bréfinu. „Þessu til viðbótar gæti reynt á ákvæði í lánasamningum íslenskra fyrirtækja og sveitarfélaga og torveldað endurfjármögnun þeirra á næstu árum." Seðlabankastjórarnir nefna einnig að erfiðara yrði fyrir fjármálastofnanir að ná undir sig fótunum á ný. „Það sama á við aðgengi ríkissjóðs að erlendum lánsfjármörkuðum. Að lokum gætu greiðslukortafyrirtæki þurft að leggja fram auknar tryggingar," segir í bréfinu. Hér má bæta við að sennilega yrði draumurinn um erlent eignarhald á einhverjum af stóru bönkunum einnig fyrir bí. Það hefur ítrekað skinið í gegn í nýlegum álitum lánsmatsfyrirtækja á borð við Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors að nær hið eina sem stendur í vegi fyrir því að lánshæfiseinkunum ríkissjóðs verði skellt niður í rusl-flokk er vera AGS á landinu. Í bréfinu segir að í nýlegum ritum matsfyrirtækjanna Fitch og Moody´s hafi þetta verið beinlíns sagt. Orkuveitan hefur sagt að fyrirtækið á í vaxandi erfiðleikum með erlenda fjármögnun sína. „Ef Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) afgreiðir ekki þrjátíu milljarða króna lán til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) setur það áætlanir fyrirtækisins um virkjanauppbyggingu í fullkomið uppnám," segir í nýlegri frétt um málið á visir.is. Landsvirkjun glímir ekki við sama bráðavanda og OR enda er hún fjármögnuð fram á árið 2011. Það ár er ekki langt í framtíðinni og hvernig á ríkissjóður að bjarga fyrirtækinu ef engin erlend lán fást þá lengur nema með afarkjörum? Það er ekki hægt að fjármagna Landsvirkjun með ríkisbréfaútgáfu því bókhald fyrirtækisins er í dollurum. Núverandi gjaldeyrisforði kemur okkur hvorki lönd né strönd til að taka á þeim vandamálum sem við blasa ef Icesave verður ekki afgreitt og AGS sendur til síns heima. Forðinn stendur nú í 434,7 milljörðum kr. Af þessari upphæð eru erlendar skammtímaskuldir upp á 132,4 milljarða kr. og gjaldeyrisreikningar innlánsstofnana upp á 111,3 milljarða kr. Það er því ekki upp á mikið að hlaupa ef illa fer. Í því sambandi má nefna nýleg orð fjármálaráðherra um að þungar afborganir af erlendum lánum eru framundan á næsta og þarnæsta ári Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira
Þeir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segja í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að af viðtölum þeirra við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála megi ráða að afar mikilvægt sé að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar. Og óvissu af töfum á endurskoðun áætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem af þeirri deilu leiðir. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að ekki virðist vera meirihluti á þingi til að ljúka Icesave málinu á næstunni eins og ríkisstjórnin vill gera. Þetta er einnig athyglisvert því fréttir hafa birst um að meirihluti sé nú fyrir því á þingi að sparka AGS út úr landinu. Í bréfinu er farið yfir sviðið hvað varðar afleiðingar þess að Icesave og endurskoðun AGS tefjist ennfrekar. Fyrir utan að ómögulegt verður að aflétta gengishöftunum er ein afleiðingin að líklegt er að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað. Lánshæfismatið hangir enn í fjárfestingaflokki en með neikvæðum horfum. Verði það lækkað fer það beint í svokallaðan rusl eða „junk" flokk með tilheyrandi afleiðingum fyrir erlenda lánastöðu ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja á borð við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. „Ef lánshæfismatið fellur niður fyrir fjárfestingarflokk kunna sumir stofnanafjárfestar að vera tilneyddir til að selja eignir sínar um leið og færi gefst, vegna þess að þeim er ekki heimilt að fjárfesta í svo lágt metnum eignum," segir í bréfinu. „Þessu til viðbótar gæti reynt á ákvæði í lánasamningum íslenskra fyrirtækja og sveitarfélaga og torveldað endurfjármögnun þeirra á næstu árum." Seðlabankastjórarnir nefna einnig að erfiðara yrði fyrir fjármálastofnanir að ná undir sig fótunum á ný. „Það sama á við aðgengi ríkissjóðs að erlendum lánsfjármörkuðum. Að lokum gætu greiðslukortafyrirtæki þurft að leggja fram auknar tryggingar," segir í bréfinu. Hér má bæta við að sennilega yrði draumurinn um erlent eignarhald á einhverjum af stóru bönkunum einnig fyrir bí. Það hefur ítrekað skinið í gegn í nýlegum álitum lánsmatsfyrirtækja á borð við Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors að nær hið eina sem stendur í vegi fyrir því að lánshæfiseinkunum ríkissjóðs verði skellt niður í rusl-flokk er vera AGS á landinu. Í bréfinu segir að í nýlegum ritum matsfyrirtækjanna Fitch og Moody´s hafi þetta verið beinlíns sagt. Orkuveitan hefur sagt að fyrirtækið á í vaxandi erfiðleikum með erlenda fjármögnun sína. „Ef Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) afgreiðir ekki þrjátíu milljarða króna lán til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) setur það áætlanir fyrirtækisins um virkjanauppbyggingu í fullkomið uppnám," segir í nýlegri frétt um málið á visir.is. Landsvirkjun glímir ekki við sama bráðavanda og OR enda er hún fjármögnuð fram á árið 2011. Það ár er ekki langt í framtíðinni og hvernig á ríkissjóður að bjarga fyrirtækinu ef engin erlend lán fást þá lengur nema með afarkjörum? Það er ekki hægt að fjármagna Landsvirkjun með ríkisbréfaútgáfu því bókhald fyrirtækisins er í dollurum. Núverandi gjaldeyrisforði kemur okkur hvorki lönd né strönd til að taka á þeim vandamálum sem við blasa ef Icesave verður ekki afgreitt og AGS sendur til síns heima. Forðinn stendur nú í 434,7 milljörðum kr. Af þessari upphæð eru erlendar skammtímaskuldir upp á 132,4 milljarða kr. og gjaldeyrisreikningar innlánsstofnana upp á 111,3 milljarða kr. Það er því ekki upp á mikið að hlaupa ef illa fer. Í því sambandi má nefna nýleg orð fjármálaráðherra um að þungar afborganir af erlendum lánum eru framundan á næsta og þarnæsta ári
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira