Iceland-stjórar á 800 milljóna ráðstefnu í Disney World 9. október 2009 11:08 Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs. Í frétt um málið í Retailweek segir að fyrir utan heimsóknir í Disney World var Iceland-hópnum m.a. boðið í ferðir til Universal Studios og Kennedy Space Center. Þar að auki var einn af skemmtigörðum Disney World opnaður sérstaklega fyrir hópinn og flugeldasýning haldinn í lok kvöldsins. Malcolm Walker segir að þessari „fjárfestingu" hafi verið vel varið. Slíkt hafi hann merkt á viðbrögðum Iceland-stjóranna í henni. Og þótt flestir hafi tekið þetta sem hverja aðra skemmtiferð segir Malcolm að alvara hafi legið að baki henni. „Þjónusta Disney World er í heimsklassa," segir Walker sem telur að hinar fjórar risadagvörukeðjurnar á Bretlandi séu farnar að bíta í hælana á Iceland. Viðbrögðin við því séu að bæta þjónustu Iceland í garð viðskiptavina sinna ennfrekar. „Við erum að kynna okkar fólki fyrir þjónustu á heimsmælikvarða. Ef bara 10% af því koma fram í störfum okkar heima hefur ferðin verið virði hvers pennís," segir Walker. „Flórídaferðin var þar að auki verðlaun fyrir fjögurra ára hart strit þessa fólk í þágu Iceland." Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs. Í frétt um málið í Retailweek segir að fyrir utan heimsóknir í Disney World var Iceland-hópnum m.a. boðið í ferðir til Universal Studios og Kennedy Space Center. Þar að auki var einn af skemmtigörðum Disney World opnaður sérstaklega fyrir hópinn og flugeldasýning haldinn í lok kvöldsins. Malcolm Walker segir að þessari „fjárfestingu" hafi verið vel varið. Slíkt hafi hann merkt á viðbrögðum Iceland-stjóranna í henni. Og þótt flestir hafi tekið þetta sem hverja aðra skemmtiferð segir Malcolm að alvara hafi legið að baki henni. „Þjónusta Disney World er í heimsklassa," segir Walker sem telur að hinar fjórar risadagvörukeðjurnar á Bretlandi séu farnar að bíta í hælana á Iceland. Viðbrögðin við því séu að bæta þjónustu Iceland í garð viðskiptavina sinna ennfrekar. „Við erum að kynna okkar fólki fyrir þjónustu á heimsmælikvarða. Ef bara 10% af því koma fram í störfum okkar heima hefur ferðin verið virði hvers pennís," segir Walker. „Flórídaferðin var þar að auki verðlaun fyrir fjögurra ára hart strit þessa fólk í þágu Iceland."
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira