Í upphafi skyldi endinn skoða 25. apríl 2009 05:00 Um daginn sagði Fréttablaðið frá því, að í mars hefðu þrír fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) farið til Japan að ræða við Mitsubishi um frestun á afhendingu 5 vélasamstæða, vegna tafa Norðuráls í Helguvík. Óskað var eftir frestun um 9 til 20 mánuði á afgreiðslu véla, sem átti að afgreiða á árunum 2010 til 2011. Fyrir tæpu ári kostuðu vélarnar 14 miljarða, sem í dag er hátt í 30 miljarða. Það sem vakti mesta athygli mína í fréttinni var að „ekki er óskað eftir breytingum á greiðsluáætluninni, sem kveðið er á um í upphaflega samningnum". Það segir að fjárhagsstaða OR sé það góð að hún getur beðið eftir álverinu á annað ár og greitt af vélunum á meðan, eins og ekkert hafi í skorist. Ég veit ekki um neinn annan, sem ekki hefur viljað og þurft að taka framleiðsluvélar í notkun um leið og helst áður en hann hefði greitt eða tekið lán fyrir þeim. Það er vissulega ánægjulegt að Orkuveitan okkar sé ekki á flæðiskeri stödd. Spurningin er. Höfum við efni á að bíða? Er eftir svo miklu að slægjast í álinu að hægt sé að bíða í á annað ár? Ég held ekki. Líklegast selur OR rafmagn til álvera á lægra verði en Landsvirkjun (LV). Það fæ ég útfrá yfirlýsingu forstjóra LV fyrir nokkrum árum, þegar hann vildi virkja við Þjórsárver. Hann sagði að fengist ekki hækkað vatnsyfirborð í fyrirhugaðri stíflu, þá hefði Norðurál ekki efni á að kaupa orkuna af LV. Varmaorkuverin komu þá og buðu rafmagnið á verði, sem Norðurál treystri sér til að greiða. Þegar litið er til baka þá hafa álverin alltaf sagt okkur áður en framkvæmdir hófust, hvað þau séu tilbúin að greiða fyrir orkuna. Í Þjórsárveradæminu var LV greinilega búin að semja á kostnaðarverði miðað við hærra yfirborð í stíflu og hafði ekkert svigrúm til verðlækkunar miðað við lægra yfirborð. Kannski sem betur fer. Þannig var líka búið að semja um verð til Alcoa löngu áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúka. Hefðu framkvæmdir hafist aðeins seinna, þegar „góðærið" stóð sem hæst, er ekki víst að við ættum Landvirkjun í dag. Það liggur í því að söluverð orku er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Það hefði getað verið hrunið, þegar virkjunin komst í gagnið og orkusalan e.t.v. ekki staðið undir kostnaði við Kárahnjúka. Í þannig stöðu er líklegt að Alcoa og/eða Rio Tinto hlypu undir bagga og yfirtækju skuldaklafa LV. Ég hefi velt fyrir mér, hvað þjóðin fær fyrir Norðurál í Helguvík. Miðað við að það taki 4-5 ár að byggja álverið fá um 2.000 manns vinnu í 4-5 ár við byggingu orkuvers + álvers. Að þeim tíma liðnum fá um 500 manns vinnu í álverinu. Ég geri ráð fyrir að mannvirki til orkuöflunar kosti 100 milljarða eða meir. Miðað við það borgum við fyrir hvert starf í nýju álveri um 200 milljón krónur eða meir! Mikið svakalega skyldi ég skaffa mörgum sinnum fleiri en þrjú störf fengi ég 600 millur til ráðstöfunar. Gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisskapandi störf. Greiðslur til OR fyrir Helguvíkurraforkuna fara 100% næstu áratugina í að greiða niður lán vegna orkuversins. Skyldi ekki vera þjóðhagslega hagkvæmara að fjárfesta í t.d. gagnaverum eða í fullvinnslu sjávarafurða og ferðaþjónustu? Nú gefst OR gullið tækifæri að kanna, hvað annað en sala til álvera sé í boði fyrir orkuna. Núverandi orkumálastjóri ætti að byrja strax að undirbúa jarðveginn. Óska eftir tilboðum í þau MW, sem við getum afhent á árunum 2012-2014. Útboðslýsing ætti að taka mið af því, sem best kemur íslensku þjóðinni. Taka skýrt fram að við viljum alveg eins fá nokkrar minni verksmiðjur en eina stóra og að græn framleiðsla, sem þarf marga starfsmenn, hafi meira vægi en framleiðsla, sem skaffar hlutfallslega fáum vinnu og krefst undanþágu frá Kyoto-samningnum. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um daginn sagði Fréttablaðið frá því, að í mars hefðu þrír fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) farið til Japan að ræða við Mitsubishi um frestun á afhendingu 5 vélasamstæða, vegna tafa Norðuráls í Helguvík. Óskað var eftir frestun um 9 til 20 mánuði á afgreiðslu véla, sem átti að afgreiða á árunum 2010 til 2011. Fyrir tæpu ári kostuðu vélarnar 14 miljarða, sem í dag er hátt í 30 miljarða. Það sem vakti mesta athygli mína í fréttinni var að „ekki er óskað eftir breytingum á greiðsluáætluninni, sem kveðið er á um í upphaflega samningnum". Það segir að fjárhagsstaða OR sé það góð að hún getur beðið eftir álverinu á annað ár og greitt af vélunum á meðan, eins og ekkert hafi í skorist. Ég veit ekki um neinn annan, sem ekki hefur viljað og þurft að taka framleiðsluvélar í notkun um leið og helst áður en hann hefði greitt eða tekið lán fyrir þeim. Það er vissulega ánægjulegt að Orkuveitan okkar sé ekki á flæðiskeri stödd. Spurningin er. Höfum við efni á að bíða? Er eftir svo miklu að slægjast í álinu að hægt sé að bíða í á annað ár? Ég held ekki. Líklegast selur OR rafmagn til álvera á lægra verði en Landsvirkjun (LV). Það fæ ég útfrá yfirlýsingu forstjóra LV fyrir nokkrum árum, þegar hann vildi virkja við Þjórsárver. Hann sagði að fengist ekki hækkað vatnsyfirborð í fyrirhugaðri stíflu, þá hefði Norðurál ekki efni á að kaupa orkuna af LV. Varmaorkuverin komu þá og buðu rafmagnið á verði, sem Norðurál treystri sér til að greiða. Þegar litið er til baka þá hafa álverin alltaf sagt okkur áður en framkvæmdir hófust, hvað þau séu tilbúin að greiða fyrir orkuna. Í Þjórsárveradæminu var LV greinilega búin að semja á kostnaðarverði miðað við hærra yfirborð í stíflu og hafði ekkert svigrúm til verðlækkunar miðað við lægra yfirborð. Kannski sem betur fer. Þannig var líka búið að semja um verð til Alcoa löngu áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúka. Hefðu framkvæmdir hafist aðeins seinna, þegar „góðærið" stóð sem hæst, er ekki víst að við ættum Landvirkjun í dag. Það liggur í því að söluverð orku er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Það hefði getað verið hrunið, þegar virkjunin komst í gagnið og orkusalan e.t.v. ekki staðið undir kostnaði við Kárahnjúka. Í þannig stöðu er líklegt að Alcoa og/eða Rio Tinto hlypu undir bagga og yfirtækju skuldaklafa LV. Ég hefi velt fyrir mér, hvað þjóðin fær fyrir Norðurál í Helguvík. Miðað við að það taki 4-5 ár að byggja álverið fá um 2.000 manns vinnu í 4-5 ár við byggingu orkuvers + álvers. Að þeim tíma liðnum fá um 500 manns vinnu í álverinu. Ég geri ráð fyrir að mannvirki til orkuöflunar kosti 100 milljarða eða meir. Miðað við það borgum við fyrir hvert starf í nýju álveri um 200 milljón krónur eða meir! Mikið svakalega skyldi ég skaffa mörgum sinnum fleiri en þrjú störf fengi ég 600 millur til ráðstöfunar. Gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisskapandi störf. Greiðslur til OR fyrir Helguvíkurraforkuna fara 100% næstu áratugina í að greiða niður lán vegna orkuversins. Skyldi ekki vera þjóðhagslega hagkvæmara að fjárfesta í t.d. gagnaverum eða í fullvinnslu sjávarafurða og ferðaþjónustu? Nú gefst OR gullið tækifæri að kanna, hvað annað en sala til álvera sé í boði fyrir orkuna. Núverandi orkumálastjóri ætti að byrja strax að undirbúa jarðveginn. Óska eftir tilboðum í þau MW, sem við getum afhent á árunum 2012-2014. Útboðslýsing ætti að taka mið af því, sem best kemur íslensku þjóðinni. Taka skýrt fram að við viljum alveg eins fá nokkrar minni verksmiðjur en eina stóra og að græn framleiðsla, sem þarf marga starfsmenn, hafi meira vægi en framleiðsla, sem skaffar hlutfallslega fáum vinnu og krefst undanþágu frá Kyoto-samningnum. Höfundur er verkfræðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun