Viðskipti innlent

Einkavæðing og slakt eftirlit orsökuðu bankahrunið

Gylfi Zoega.
Gylfi Zoega.

Hrun íslenska hagkerfisins er vitnisburður um afleiðingar afnáms hafta, einkavæðingar viðskiptabanka og slaks fjármálaeftirlits í heimi ódýrs fjármagns, að mati hagfræðinganna Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega.

,,Hraður bati veltur á því að yfirvöld taki rétt á málum til að stýra hagkerfinu inn á braut sjálfbærrar þróunar," segir í ritgerð sem þeir hafa tekið saman þar sem þeir lýsa samspili ríkisfjármála og vaxtamunarviðskipta á Íslandi á undanfarin ár.

,,Því hefur verið haldið fram að ýmsar þjóðir Evrópusambandsins muni eiga við svipaða erfiðleika og Íslendingar stríða við á næstunni. Er þar einkum átt við Bretland (Reykjavik on the Thames!), Sviss, og Írland. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að skipbrot Íslands eigi nægilega margar innlendar orsakir til þess að við getum fullyrt að ekki sé líklegt að hinar þjóðirnar fari eins illa út úr kreppunni."

Jón er prófessor við London School of Economics og Gylfa starfar sem prófessor við Háskóla Íslands.

Hér er hægt að lesa ritgerða Jóns og Gylfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×