Viðskipti innlent

Ísafjarðarbær skilar 265 milljóna króna hagnaði

Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Niðurstöður ársreikningsins eru þær að reksturinn skilar 265 milljónum króna í hagnað af reglulegri starfsemi sem er 53 milljónum betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að því er fram kemur í tilkynningu.

Aftur á móti eru fjármagnsgjöld miklum mun hærri en reiknað var með í fjárhagsáætlun og er það afleiðing af bankahruninu í október 2008 vegna veikingar krónunnar og hárrar verðbólgu á árinu 2008. Fjármagnsgjöld eru 975 milljónir króna en voru áætluð 204 milljónir. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda er tap á samstæðureikningi 878 milljónir króna vegna ársins 2008.

Handbært fé frá rekstri skilar samkvæmt samstæðureikningi 223 milljónum króna,








Fleiri fréttir

Sjá meira


×