Viðskipti innlent

Hönnunarsjóður Auoru úthlutar 10 milljónum í styrki

Myndin er tekin af heimasíðu sjóðsins.
Myndin er tekin af heimasíðu sjóðsins.
Hönnunarsjóður Auoru úthlutar 10 milljónum í styrki til átta íslenskra hönnuða og verkefna á morgun, fimmtudaginn 1.október kl 17 í Vonarstræti 4b við hátíðlega athöfn.

Í tilkynningu segir að þetta sé glæsilegur hópur hönnuða sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum. Auk þess verða kynnt tvö ný verkefni Hönnunarsjóðsins sem er ætlað að efla faglegar stoðir hönnunar á Íslandi og fjölga tækifærum fyrir nýútskrifaða hönnuði á vinnumarkaðnum.

Hönnunarsjóðurinn hefur úthlutað samtals 21,5 milljón til sautján hönnuða og verkefna á Íslandi á þessu fyrsta starfsári sínu, en honum er ætlað að styðja við framúrskarandi hönnuði, efla grasrótarstarf í hönnun og vera vettvangur hugmynda og skapandi hugsunar í greininni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×