Hagsmunir Íslands eru í Evrópu Elvar Örn Arason skrifar 14. maí 2009 06:00 Ógnir og átakasvæði í alþjóðakerfinu hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Hagmunir Bandaríkjanna hafa færst til annarra heimsálfa og því ekki pólitískur vilji til að taka þátt í sameiginlegum vörnum Evrópu í sama mæli og áður. Í kjölfarið hefur Evrópa þurft að axla meiri ábyrgð á sínum öryggis- og varnarmálum. Þetta á einnig við um Ísland. Brotthvarf bandaríska hersins og breyttar áherslur NATO kalla á nýtt hagsmunamat. Í kalda stríðinu var náin samvinna á milli Norðurlandanna á sviði öryggis- og varnarmála. Danmörk, Noregur og Ísland gengu í NATO meðan Svíþjóð og Finnland aðhylltust hlutleysisstefnu. Á yfirborðinu leit út fyrir að þjóðirnar væru klofnar og stefndu í þveröfuga átt. Staðreyndin var sú að þau voru sameinuð í að halda hinu svokallaða „norræna jafnvægi". Í því fólst að halda sig í fjarlægð frá átökum stórveldanna og forðast átök við þau. Þessi sameiginlega afstaða leiddi til óformlegs öryggissamfélags, þar sem ríkin höfðu ávallt hagsmuni svæðisins að leiðarljósi. Norrænu ríkin í NATO stóðu vörð um pólitískan stöðugleika á svæðinu. Þau vísuðu oft til norrænnar samstöðu þegar staða Finnlands var rædd á vettvangi NATO. Pólitískur þrýstingur Sovétríkjanna á Finnland hefði óhjákvæmilega aukist ef Danmörk og Noregur hefðu fallist á varðveislu kjarnorkuvopna og viðveru Bandaríkjahers. Í tvípólakerfi kalda stríðsins stóðu Norðurlöndin að mörgu leyti betur að vígi en ríki Mið-Evrópu, þar sem þeim tókst að mestu leyti að komast hjá átökum stórveldanna. Í dag eru öryggis- og varnarhagsmunir Norðurlandanna samtvinnaðir Evrópu. Þau hafa í gegnum tíðina varið takmörkuðum fjármunum til vígbúnaðar og lagt áherslu á mannréttindi, lýðræði, lög og reglu í alþjóðakerfinu og samvinnu innan alþjóðastofnana. Þessi grunnstef í utanríkisstefnu þeirra samrýmast vel afstöðu ESB og eru í samræmi við hefðbundnar áherslur þeirra. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Ísland í ESB og þátttaka í sameiginlegri stefnu þess í utanríkis- og öryggismálum mun uppfylla það varnarlega tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minna vægi NATO í vörnum Íslands. Höfundur er MA í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Ógnir og átakasvæði í alþjóðakerfinu hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Hagmunir Bandaríkjanna hafa færst til annarra heimsálfa og því ekki pólitískur vilji til að taka þátt í sameiginlegum vörnum Evrópu í sama mæli og áður. Í kjölfarið hefur Evrópa þurft að axla meiri ábyrgð á sínum öryggis- og varnarmálum. Þetta á einnig við um Ísland. Brotthvarf bandaríska hersins og breyttar áherslur NATO kalla á nýtt hagsmunamat. Í kalda stríðinu var náin samvinna á milli Norðurlandanna á sviði öryggis- og varnarmála. Danmörk, Noregur og Ísland gengu í NATO meðan Svíþjóð og Finnland aðhylltust hlutleysisstefnu. Á yfirborðinu leit út fyrir að þjóðirnar væru klofnar og stefndu í þveröfuga átt. Staðreyndin var sú að þau voru sameinuð í að halda hinu svokallaða „norræna jafnvægi". Í því fólst að halda sig í fjarlægð frá átökum stórveldanna og forðast átök við þau. Þessi sameiginlega afstaða leiddi til óformlegs öryggissamfélags, þar sem ríkin höfðu ávallt hagsmuni svæðisins að leiðarljósi. Norrænu ríkin í NATO stóðu vörð um pólitískan stöðugleika á svæðinu. Þau vísuðu oft til norrænnar samstöðu þegar staða Finnlands var rædd á vettvangi NATO. Pólitískur þrýstingur Sovétríkjanna á Finnland hefði óhjákvæmilega aukist ef Danmörk og Noregur hefðu fallist á varðveislu kjarnorkuvopna og viðveru Bandaríkjahers. Í tvípólakerfi kalda stríðsins stóðu Norðurlöndin að mörgu leyti betur að vígi en ríki Mið-Evrópu, þar sem þeim tókst að mestu leyti að komast hjá átökum stórveldanna. Í dag eru öryggis- og varnarhagsmunir Norðurlandanna samtvinnaðir Evrópu. Þau hafa í gegnum tíðina varið takmörkuðum fjármunum til vígbúnaðar og lagt áherslu á mannréttindi, lýðræði, lög og reglu í alþjóðakerfinu og samvinnu innan alþjóðastofnana. Þessi grunnstef í utanríkisstefnu þeirra samrýmast vel afstöðu ESB og eru í samræmi við hefðbundnar áherslur þeirra. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Ísland í ESB og þátttaka í sameiginlegri stefnu þess í utanríkis- og öryggismálum mun uppfylla það varnarlega tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minna vægi NATO í vörnum Íslands. Höfundur er MA í alþjóðasamskiptum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun