Kæri Sturla Andrés Pétursson skrifar 24. september 2009 06:00 Það var með nokkrum áhuga sem ég las grein þína um Evrópumál á vefritinu pressan.is fyrir skömmu. Ástæðan er sú að við hjá Evrópusamtökunum fögnum allri vitrænni umræðu um þessi mál enda mikilvægt að sem flestir taki þátt henni. Það er ljóst að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er mjög umdeild enda fylgja aðild bæði kostir og gallar. Ég var hins vegar undrandi á þeim rökum sem þú beittir í grein þinni enda gengur margt í þeim málflutningi þvert gegn þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu flokks þíns, Sjálfstæðisflokksins, í janúar síðstliðnum. Þér er til dæmis tíðrætt um að að Evrópusambandið muni taka yfir auðlindir Íslendinga. Ekki er mér ljóst hvaða auðlindir þú átt við enda skilgreinir þú það ekki sérstaklega. Í skýrslu auðlindalindanefndar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins." Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu: „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi… Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins." (http://www.evropunefnd.is/audlindir) Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröfur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tækifæri til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál. Það er mikilvægt að sú Evrópuumræða sem fer fram næstu misserin sé málefnaleg og byggð á staðreyndum en ekki á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það var með nokkrum áhuga sem ég las grein þína um Evrópumál á vefritinu pressan.is fyrir skömmu. Ástæðan er sú að við hjá Evrópusamtökunum fögnum allri vitrænni umræðu um þessi mál enda mikilvægt að sem flestir taki þátt henni. Það er ljóst að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er mjög umdeild enda fylgja aðild bæði kostir og gallar. Ég var hins vegar undrandi á þeim rökum sem þú beittir í grein þinni enda gengur margt í þeim málflutningi þvert gegn þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu flokks þíns, Sjálfstæðisflokksins, í janúar síðstliðnum. Þér er til dæmis tíðrætt um að að Evrópusambandið muni taka yfir auðlindir Íslendinga. Ekki er mér ljóst hvaða auðlindir þú átt við enda skilgreinir þú það ekki sérstaklega. Í skýrslu auðlindalindanefndar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins." Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu: „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi… Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins." (http://www.evropunefnd.is/audlindir) Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröfur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tækifæri til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál. Það er mikilvægt að sú Evrópuumræða sem fer fram næstu misserin sé málefnaleg og byggð á staðreyndum en ekki á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar