Hlutafjáraukning Existu er kolólögleg að mati lögfræðinga Sigríður Mogensen skrifar 26. september 2009 18:43 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir oft kenndir við Bakkavör. Mynd/ GVA. Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. Nýja Kaupþing kærði forsvarsmenn Existu í gær til sérstaks saksóknara vegna hlutafjárhækkunar Exista og sölu félagsins á hlut sínum í Bakkavör. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga líkt og Kaupþing mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Existu og ríkir töluverður óróleiki í herbúðum þeirra, meðal annars vegna sölunnar á Bakkavör. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru stærstu lífeyrissjóðir landsins að skoða málin ítarlega þessa dagana. Ekkert sé útilokað hvað varði aðgerðir af þeirra hálfu. Ágúst Guðmundsson viðurkenndi í samtali við fréttastofu í dag að með sölunni á Bakkavör hafi Exista brotið lánasamninga. Hann segir að aðgerðin hafi þó verið nauðsynleg til að vernda hagsmuni allra aðila og bjarga Bakkavör. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá er lánið sem bræðurnir fengu frá Existu til að kaupa Bakkavör af félaginu kúlulán - en kúlulán eru þannig að engin afborgun á sér stað fyrr en í lokin og þá er öll upphæðin greidd til baka í einu. Mikil óvissa er hins vegar um framtíð Existu, og gæti jafnvel farið svo að félagið verði ekki til þegar kemur að því að bræðurnir eiga að inna af hendi greiðslu á þessu átta milljarða króna láni. Og víkjum þá að hlutafjáraukningunni. Á hluthafafundi Exista nokkrum vikum eftir bankahrun var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 50 milljarða króna að nafnvirði. Í hlutafélagalögum segir að "greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnverð hans" Bræðurnir greiddu hins vegar einungis 1 milljarð króna fyrir hlutaféð, eða einn fimmtugasta af nafnverðinu. Fréttastofa leitaði álits hjá fimm lögfræðingum vegna þessa máls í dag. Þeir tóku allir í sama streng, sögðu hlutafjáraukninguna stangast á við fyrrnefnda lagagrein og væri hún því kolólögleg. Einn þeirra orðaði það svo að það vantaði 49 þúsund milljónir upp á að aðgerðin væri lögmæt. Enginn þeirra vildi þó tjá sig undir nafni, vegna óbeinna eða beinna tengsla við Bakkavör eða Existu. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. Nýja Kaupþing kærði forsvarsmenn Existu í gær til sérstaks saksóknara vegna hlutafjárhækkunar Exista og sölu félagsins á hlut sínum í Bakkavör. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga líkt og Kaupþing mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Existu og ríkir töluverður óróleiki í herbúðum þeirra, meðal annars vegna sölunnar á Bakkavör. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru stærstu lífeyrissjóðir landsins að skoða málin ítarlega þessa dagana. Ekkert sé útilokað hvað varði aðgerðir af þeirra hálfu. Ágúst Guðmundsson viðurkenndi í samtali við fréttastofu í dag að með sölunni á Bakkavör hafi Exista brotið lánasamninga. Hann segir að aðgerðin hafi þó verið nauðsynleg til að vernda hagsmuni allra aðila og bjarga Bakkavör. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá er lánið sem bræðurnir fengu frá Existu til að kaupa Bakkavör af félaginu kúlulán - en kúlulán eru þannig að engin afborgun á sér stað fyrr en í lokin og þá er öll upphæðin greidd til baka í einu. Mikil óvissa er hins vegar um framtíð Existu, og gæti jafnvel farið svo að félagið verði ekki til þegar kemur að því að bræðurnir eiga að inna af hendi greiðslu á þessu átta milljarða króna láni. Og víkjum þá að hlutafjáraukningunni. Á hluthafafundi Exista nokkrum vikum eftir bankahrun var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 50 milljarða króna að nafnvirði. Í hlutafélagalögum segir að "greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnverð hans" Bræðurnir greiddu hins vegar einungis 1 milljarð króna fyrir hlutaféð, eða einn fimmtugasta af nafnverðinu. Fréttastofa leitaði álits hjá fimm lögfræðingum vegna þessa máls í dag. Þeir tóku allir í sama streng, sögðu hlutafjáraukninguna stangast á við fyrrnefnda lagagrein og væri hún því kolólögleg. Einn þeirra orðaði það svo að það vantaði 49 þúsund milljónir upp á að aðgerðin væri lögmæt. Enginn þeirra vildi þó tjá sig undir nafni, vegna óbeinna eða beinna tengsla við Bakkavör eða Existu.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun