Viðskipti innlent

Gjaldþrot aukast um átján prósent

Mest er um gjaldþrot í heild- og smásöluverslun. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mest er um gjaldþrot í heild- og smásöluverslun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND/Anton

Árið 2008 voru 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Það er 18 prósent aukning frá því sem var árið 2007 þegar 633 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Flest gjaldþrotanna voru í Heild- og smásöluverslun, og hjá fyrirtækjum sem annast viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, 166. 150 fyrirtæki í Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð voru tekin til gjaldþrotaskipta og 71 fyrirtæki í framleiðslu.

Hagstofa Íslands mun framvegis birta tölur yfir gjaldþrot fyrirtækja mánaðarlega














Fleiri fréttir

Sjá meira


×