Erlent

Lík fannst á fimm stöðum í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Hnífstunga í bakið var dánarorsök manns sem hafði verið svo grátt leikinn að lík hans fannst í bútum á fimm stöðum, með allt að 150 kílómetra millibili, í Hertfordskíri í Bretlandi í lok mars.

Jarðneskar leifar mannsins voru orðnar mjög illa farnar þegar þær fundust á nokkurra daga tímabili en nú hefur lögreglurannsókn leitt dánarorsökina í ljós. Sérfræðingar lögreglu vinna nú að því að móta höfuð mannsins í leir með það fyrir augum að bera kennsl á hann en ljóst er að sá eða þeir sem þarna voru að verki lögðu á sig mikla vinnu við að losa sig við líkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×