Viðskipti innlent

ÍLS leitar að viðskiptavaka í stað Straums

Íbúðalánasjóður (ÍLS) leitar nú að viðskiptavaka í stað Straums sem gekk af skaftinu þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann í síðustu viku.

Guðmundur Bjarnason forstjóri ÍLS segir að ekki sé um auðugan garð að gresja hjá fjármálafyrirtækjum landsins hvað þetta varðar. Þeir sem taka að sér viðskiptavakt, eða markaðsvakt, fyrir ÍLS þurfi að hafa ákveðinn fjárhagslegan styrk.

"Við höfum átt í viðræðum við hina viðskiptavakana fjóra sem til staðar eru um málið og einnig kjörin sem þeir eru á hvað vaktina varðar," segir Guðmundur en viðskiptavakar þessir eru stóru bankarnir þrír ásamt MP banka.

Aðspurður um hvort ekki sé óheppilegt að stóru bankarnir þrír séu viðskiptavakar þar sem þeir eru nú allir í eigu ríkisins og eins ÍLS sjálfur segir Guðmundur að hann telji svo ekki vera. A.m.k. hafi engar athugasemdir um slíkt borist inn á borð hjá honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×