Innlent

Vargar við Apavatn

Apavatn.
Apavatn.

Skemmdarverk voru unnin á fimm bifreiðum á tjaldsvæði Rafiðnaðarsambands Íslands við Apavatn aðfaranótt sunnudagsins.

Lakk bifreiðanna hafði verið rispað með einhverjum oddhvössum hlut og í einu tilviki var möl sett á vélarhlíf svo lakkið skaddaðist.

Lögregla fór á vettvang en skemmdarvargarnir fundust ekki þrátt fyrir leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×