Hver laug að Flosa? Benedikt Guðmundsson skrifar 20. ágúst 2009 06:00 Vegur sannleikans getur verið vandrataður. Það er að sannast rækilega á Flosa Eiríkssyni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hann, ásamt þeim Jóni Júlíussyni flokksbróðir sínum og Ómari Stefánssyni oddvita framsóknarmanna, hefur eins og kunnugt er bent fingri á Gunnar I. Birgisson og þáverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og ásakað hann um að hafa logið að þeim um málefni LSK. Nú á dögunum ítrekaði Flosi við fjölmiðla að hann sæi ekki ástæðu til að víkja sæti meðan hann sætti lögreglurannsókn af því að það hefði verið logið að sér. Þetta er athyglisverð afstaða. Gunnar I. Birgisson vék strax úr sæti bæjarfulltrúa eftir að í ljós kom að mál LSK sætti lögreglurannsókn. Hinir þrír sitja sem fastast. Þá vaknar spurningin, hver laug að Flosa og hverju? Það hefur komið fram m. a. í ítarlegri grein í Morgunblaðinu 27. júní að þáverandi framkvæmdastjóri LSK sendi öllum stjórnarmönnum pósta um stöðu mála. Í póstunum kom skírt fram að sjóðurinn hafði aukið lán til Kópavogsbæjar nokkrum dögum eftir að stöðuyfirlit var sent FME og jafnframt sagt að sú upphæð hefði ekki komið fram á því yfirliti. Flosi og Ómar tóku virkan þátt í póstsamskiptunum og geta ekki skýlt sér bak við að hafa ekki vitað um þau eða þekkt staðreyndir málsins. Flosi og félagar hafa margítrekað lýst yfir að þetta hafi verið dulið fyrir þeim og, svo notuð séu orð Flosa, logið að þeim. Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun, þeir vissu allt um málið. Ef Flosi hefði sagt að hann hefði ekki skilið það sem fram fór í stjórn LSK, og sagt að sér þætti óréttlátt að hann tæki ábyrgð á einhverju sem hann fattaði ekkert í, hefði með góðum vilja mátt sjá gegnum fingur við hann. Það hefði þó verið langsótt í ljósi þess að Flosi starfar hjá virtri endurskoðunarskrifstofu og ætti að hafa góðan skilning á svona málefnum. En það gerði Flosi ekki. Hann sakaði aðra um að hafa logið að sér og hann þyrfti því ekki að stíga til hliðar. Búið er að sýna fram á að þeir félagar fengu allar upplýsingar og vissu klárlega um stöðu mála. Það er því ekki ósanngjörn krafa þegar Flosi stagast þráfaldlega á því að logið hafi verið að honum að hann sýni fram á með óyggjandi hætti að eitthvað sé á bak við þær fullyrðingar annað en ósk um að fría sjálfan sig ábyrgð. Flosi, hverju var logið að þér og hver laug því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Vegur sannleikans getur verið vandrataður. Það er að sannast rækilega á Flosa Eiríkssyni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hann, ásamt þeim Jóni Júlíussyni flokksbróðir sínum og Ómari Stefánssyni oddvita framsóknarmanna, hefur eins og kunnugt er bent fingri á Gunnar I. Birgisson og þáverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og ásakað hann um að hafa logið að þeim um málefni LSK. Nú á dögunum ítrekaði Flosi við fjölmiðla að hann sæi ekki ástæðu til að víkja sæti meðan hann sætti lögreglurannsókn af því að það hefði verið logið að sér. Þetta er athyglisverð afstaða. Gunnar I. Birgisson vék strax úr sæti bæjarfulltrúa eftir að í ljós kom að mál LSK sætti lögreglurannsókn. Hinir þrír sitja sem fastast. Þá vaknar spurningin, hver laug að Flosa og hverju? Það hefur komið fram m. a. í ítarlegri grein í Morgunblaðinu 27. júní að þáverandi framkvæmdastjóri LSK sendi öllum stjórnarmönnum pósta um stöðu mála. Í póstunum kom skírt fram að sjóðurinn hafði aukið lán til Kópavogsbæjar nokkrum dögum eftir að stöðuyfirlit var sent FME og jafnframt sagt að sú upphæð hefði ekki komið fram á því yfirliti. Flosi og Ómar tóku virkan þátt í póstsamskiptunum og geta ekki skýlt sér bak við að hafa ekki vitað um þau eða þekkt staðreyndir málsins. Flosi og félagar hafa margítrekað lýst yfir að þetta hafi verið dulið fyrir þeim og, svo notuð séu orð Flosa, logið að þeim. Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun, þeir vissu allt um málið. Ef Flosi hefði sagt að hann hefði ekki skilið það sem fram fór í stjórn LSK, og sagt að sér þætti óréttlátt að hann tæki ábyrgð á einhverju sem hann fattaði ekkert í, hefði með góðum vilja mátt sjá gegnum fingur við hann. Það hefði þó verið langsótt í ljósi þess að Flosi starfar hjá virtri endurskoðunarskrifstofu og ætti að hafa góðan skilning á svona málefnum. En það gerði Flosi ekki. Hann sakaði aðra um að hafa logið að sér og hann þyrfti því ekki að stíga til hliðar. Búið er að sýna fram á að þeir félagar fengu allar upplýsingar og vissu klárlega um stöðu mála. Það er því ekki ósanngjörn krafa þegar Flosi stagast þráfaldlega á því að logið hafi verið að honum að hann sýni fram á með óyggjandi hætti að eitthvað sé á bak við þær fullyrðingar annað en ósk um að fría sjálfan sig ábyrgð. Flosi, hverju var logið að þér og hver laug því?
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun