Viðskipti innlent

Yfirtökutilboð Ágúst og Lýðs lækkað

Fjármálaeftirlitið hefur lækkað lágmarksverð í yfirtökutilboði félagsins BBR ehf, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, í Exista. Félagið var skylt til þess að taka yfir Exista ehf en þá var verðið 4,62 á hlut. Nú er það 0,02 á hlut.

Ástæðan sem Fjármálaeftirlitið gefur upp er sú að það var lokað fyrir viðskipti með fjármálagerninga Exista frá 2. október og þar til tilboðsskylda stofnaðist, á sama tíma lækkaði opinbert markaðsvirði bréfanna ekki þrátt fyrir þessar miklu breytingar.

Síðasta markaðsverð hlutabréfanna áður en tilboðsskylda stofnaðist endurspeglar ekki rétt verðmæti félagsins eins og það var þegar tilboðsskylda stofnaðist, þann 8. desember 2008.

Það var því mat Fjármálaeftirlitsins að sérstakar kringumstæður réttlættu að lágmarks verð í yfirtökutilboði í Exista hf. yrði lækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×