Viðskipti innlent

Virðing hf. eignast 31,75% hlut í B-deild SS

 

Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. hefur fest kaup á 31,75% hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Kaupverðið er 63,5 milljónir kr.

Samkvæmt tilkynningu er seljandi þessa hlutar Guðmundur A. Birgisson á Núpi í Ölfusi. Eftir söluna nemur hlutur Guðmundar í B-deildinni 250.000 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×