Viðskipti innlent

Ekort gera athugasemd við kæru Kreditkorta

Í tilefni af ummælum og kvörtunar Kreditkorta hf. vegna auglýsingar á e-Vildarkorti vill Ekort ehf koma eftirfarandi á framfæri.

Einungis hafa birtst þrjár blaðaauglýsingar sem er svar Ekorts ehf. við þeirri samanburðarherferð American Express sem beinist gegn Vildarkortum Visa og Icelandair. Ekort ehf. auglýsti samanburð á innlendri notkun á e-Vildarkorti Kaupþings og Icelandair American Expresskorti Kreditkorts hf.

Ekort ehf vildi koma á framfæri að sú vild sem býðst kreditkorthöfum á Íslandi fælist ekki eingöngu í Vildarpunktum Icelandair heldur einnig ýmsum öðrum þáttum. Ekort ehf rekur vildarkerfi e-Vildarkorts Kaupþings og er það afar öflugt vildar- og afsláttarkerfi þar sem korthafar safna daglega endurgreiðslum af innlendum færslum.

Til viðbótar veita yfir 200 samstarfsfyrirtæki endurgreiðslu og afsláttartilboð í beinhörðum peningum. Í samanburðarauglýsingu Ekorts ehf. kom skýrt fram að aðal ávinningur e-Vildarkorta er ekki Vildarpunktar heldur endurgreiðsla og afslættir. Það er alfarið ákvörðun korthafans hvar hann nýtir sér ávinninginn ,,heima og heiman". Við hvetjum korthafa að kynna sér vel þau hlunnindi og skilmála sem fylgja þeim kreditkortum sem eru í boði.

Ekort ehf. fagnar allri faglegri samkeppni og óskar Kreditkortum hf. alls hins besta.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×