Handbolti

Góður útisigur hjá Ólafi og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur spilaði vel í dag.
Ólafur spilaði vel í dag. Nordic Photos/AFP

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real standa vel að vígi í undanúrslitaeinvíginu í Meistaradeildinni gegn HSV eftir eins marks útisigur, 29-30, í Color Line Arena í dag.

Þetta var fyrri leikur liðanna og Ciudad á því heimaleikinn eftir og hefur eins marks forskot.

Ólafur Stefánsson lék vel fyrir Ciudad líkt og venjulega. Skoraði fjögur mörk og lagði upp fjölda annarra.

Á morgun fer fram hinn fyrri leikurinn í undanúrslitunum þegar Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel taka á móti Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×