Viðskipti innlent

Þrotabú Fons ætlar ekki að rifta Iceland Express-viðskiptum

Ekkert reyndist vera athugavert við yfirtöku Fengs Pálma Haraldssonar á Iceland Express.
Ekkert reyndist vera athugavert við yfirtöku Fengs Pálma Haraldssonar á Iceland Express.

Þrotabú Fons hyggst ekki rifta 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í Iceland Express í nóvember á síðasta ári. Aukningin varð til þess að hlutur Fons í flugfélaginu minnkaði úr 99 prósentum í 7,9 prósent. Þetta kom fram á sérstökum fundi með kröfuhöfum þrotabús Fons í dag.

Um var að ræða 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í flugfélaginu síðastliðið haust. Fons, sem var þá í eigu Pálma Haraldssonar og var langstærsti hluthafi Iceland Express, ákvað að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni. Þess í stað kom Fengur, sem er einnig í eigu Pálma Haraldssonar, með 300 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár og eignaðist rúmlega 92% í félaginu.

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, hefur að undanförnu skoðað hvort hægt væri að rifta hlutafjárhækkuninni í Iceland Express en komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ólíklegt eftir mat óháðs fjármálafyrirtækis og skoðun á fjárhagsstöðu Fons á þeim tíma sem hlutafjáraukningin átti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu samþykkti mikill meirihluti kröfuhafa tillögu Óskars um að reyna ekki að rifta gjörningnum.

Áður hafði Landsbankinn, sem átti veð í bréfum Fons í Iceland Express, samþykkt hlutafjáraukninguna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×