Viðskipti innlent

Gengi Century Aluminium hækkar áfram

Gengi hluta í Century Aluminium hækkaði um 5% í kauphöllinni í dag og er félagið þá komið í efsta sæti hvað varðar hækkun frá áramótum en hún nemur nú 32%.

 

Atlantic Airways hækkaði um 11,4%, Bakkavör hækkaði um 6,7% og Föroya Banki um 1,8%. Hinsvegar lækkaði Atlantic Petroleum um 3%. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um tæp 0,5% og stendur í rúmum 799 stigum.

 

Þá nam skuldabréfaveltan 10,6 milljörðum kr. í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×