Erlent

Heitasti dagur ársins í London

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lundúnarbúar mega búast við hlýrra veðri en íbúar Tenerife og Barcelona á Spáni í dag en gert er ráð fyrir að hitastigið verði allt að 21 gráða í suður- og austurhluta Bretlands og að heitasti dagur ársins fram að þessu sé runninn upp. Þar má þó litlu muna á föstudeginum langa þegar mestur hiti í Bretlandi mældist 20,3 gráður. Að öðru leyti búast þarlendir veðurfréttamenn við dæmigerðu bresku sumri, sól og hellirigningu á víxl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×