Íslendingar vantrúaðir á hlutirnir fari að lagast 24. febrúar 2009 12:41 Væntingar íslenskra neytenda til efnahags- og atvinnuástandsins eru litlar um þessar mundir. Væntingavísitala Gallup mælist nú 24.3 stig samkvæmt könnun sem birt var í morgun en Greining Glitnis segir frá könnuninni í morgunkorni sínu. Vísitalan er álíka lág og hún hefur verið síðustu fjóra mánuði eða frá hruni bankanna. „Bendir það til þess að neytendur telji að ástandið hafi lítið sem ekkert skánað á þessu tímabili. Í september mældist vísitalan 76,2 stig og var því talsvert hærri en hún er nú. Hún hafði þó þá lækkað talsvert frá því sem hún náði hæst á góðæristímabilinu en á fyrri helmingi árs 2007 stóð vísitalan að meðaltali í 143,7 stigum," segir í morgunkorninu. Þá er bent á að ríflega 93% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt og 72% þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. 57% þeirra sem taka þátt telja að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði og 49% þeirra að atvinnumöguleikarnir verði minni eftir þann tíma. Einnig telja 52% þeirra að heildartekjur þeirra muni lækka á næstu sex mánuðum. Glitnismenn segja að svartsýni neytenda endurspeglist vel í neyslu þeirra og fjárfestingum um þessar munir. „Mikill samdráttur hefur þannig verið í kortaveltu undanfarið. Tölur um smásöluverslun segja svipaða sögu. Reikna má með að einkaneysla hafi dregist saman um u.þ.b. fimmtung á síðasta fjórðungi nýliðins árs og að samdrátturinn verði jafnvel enn meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs. Samdrátturinn í fjárfestingum heimilanna er að líkindum enn meiri." Það eru þó ekki einvörðungu íslenskir neytendur sem eru svartsýnir um þessar mundir. „Þannig náði bandaríska væntingavísitalan lægsta gildi sínu í 28 ár núna í febrúar. Einnig hafa væntingar neytenda um Evrópu nær alla minnkað umtalsvert undanfarið en útlit er fyrir að hinn alþjóðlega fjármálakreppa láti nær engan neytenda ósnertan." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Væntingar íslenskra neytenda til efnahags- og atvinnuástandsins eru litlar um þessar mundir. Væntingavísitala Gallup mælist nú 24.3 stig samkvæmt könnun sem birt var í morgun en Greining Glitnis segir frá könnuninni í morgunkorni sínu. Vísitalan er álíka lág og hún hefur verið síðustu fjóra mánuði eða frá hruni bankanna. „Bendir það til þess að neytendur telji að ástandið hafi lítið sem ekkert skánað á þessu tímabili. Í september mældist vísitalan 76,2 stig og var því talsvert hærri en hún er nú. Hún hafði þó þá lækkað talsvert frá því sem hún náði hæst á góðæristímabilinu en á fyrri helmingi árs 2007 stóð vísitalan að meðaltali í 143,7 stigum," segir í morgunkorninu. Þá er bent á að ríflega 93% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt og 72% þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. 57% þeirra sem taka þátt telja að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði og 49% þeirra að atvinnumöguleikarnir verði minni eftir þann tíma. Einnig telja 52% þeirra að heildartekjur þeirra muni lækka á næstu sex mánuðum. Glitnismenn segja að svartsýni neytenda endurspeglist vel í neyslu þeirra og fjárfestingum um þessar munir. „Mikill samdráttur hefur þannig verið í kortaveltu undanfarið. Tölur um smásöluverslun segja svipaða sögu. Reikna má með að einkaneysla hafi dregist saman um u.þ.b. fimmtung á síðasta fjórðungi nýliðins árs og að samdrátturinn verði jafnvel enn meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs. Samdrátturinn í fjárfestingum heimilanna er að líkindum enn meiri." Það eru þó ekki einvörðungu íslenskir neytendur sem eru svartsýnir um þessar mundir. „Þannig náði bandaríska væntingavísitalan lægsta gildi sínu í 28 ár núna í febrúar. Einnig hafa væntingar neytenda um Evrópu nær alla minnkað umtalsvert undanfarið en útlit er fyrir að hinn alþjóðlega fjármálakreppa láti nær engan neytenda ósnertan."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira