Önnur sýning í Madison Square Garden 5. febrúar 2009 09:40 AFP LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96. NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96.
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum