Viðskipti innlent

Langtímalán LS jukust um 11,5 milljarða í fyrra

Útborguð langtímalán 2008 hjá Lánasjóði sveitarfélaga (LS) námu 15.5 milljörðum kr. miðað við 4 milljarða kr. árið áður. Jukust lánin því um 11,5 milljarða kr. á árinu.

Þetta kemur fram í viðauka við viðbótarupplýsingar sem LS sendi kauphöllinni í dag vegna skuldabréfaútgáfu í október s.l. Þar segir að lántökur á árinu voru samtals 16.5 milljarðar kr. og voru 5.4 milljarðar kr. þar af í erlendum gjaldmiðlum eða 33%.

Aðstæður á lánamörkuðum voru einstakar, innlent bankakerfi hrundi og verðbréfa- og gjaldeyrismarkaðir lokuðu um skemmri og lengri tíma. Við þetta bættust mikil lóðaskil sem leiddu til mikils útflæðis fjár hjá nokkrum sveitarfélögum.

Skammtímalánveitingar sjóðsins námu rúmlega 6.1 milljarði kr. á árinu samanborið við 5. Milljarða kr. árið áður. Engin vanskil voru hjá sjóðnum í árslok. Sjóðurinn hefur aldrei tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967 og hefur því engan afskriftareikning útlána í bókum sínum.

Sjóðurinn hefur veð í tekjum sveitarfélaga sem tryggingu fyrir lánum sem þau taka og ábyrgðum sem þau veita. Ekki þurfti að grípa til veðs í tekjum á árinu.

Lánasjóðurinn hefur í gegnum tíðina ekki verið með teljandi gjaldeyris- eða vaxtaáhættu í rekstri sínum. Við hrun bankanna lokuðust gjaldeyrisvarnir sem sjóðurinn var með og er því óvarin gjaldeyrisstaða í árslok 4.2 milljarðar kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×