Viðskipti innlent

Lífleg skuldabréfaviðskipti á miðvikudaginn

Skuldabréfamarkaður kvaddi viðburðaríkan vetur með líflegum viðskiptum. Alls nam veltan á miðvikudag, síðasta dag vetrar, 13,6 milljörðum króna í ríkisbréfum og íbúðabréfum. Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að kaupáhugi hafi verið töluverður fram eftir degi og krafa flestra markflokka lækkað, en kröfulækkun ríkisbréfa gengið að hluta til baka fyrir dagslok.

Þá segir Greining Íslandsbanka að frá vikubyrjun hafi ríkisbréf þó vinninginn hvað varði kröfulækkun. Ekki sé ólíklegt að þar hafi áhrif að stystu vextir á innlánsmarkaði hafi lækkað talsvert upp á síðkastið, enda virðist fremur rúmt um lausafé á peningamarkaði þessa dagana. Væntingar um frekari stýrivaxtalækkun hafi einnig þau áhrif að fjárfestar sæki fremur í að reyna að festa inni það vaxtastig sem nú ríki, enda styttist að okkar mati jafnt og þétt í þann tímapunkt að ávöxtun verði ekki hæst til skemmsta tímans líkt og raunin hefur verið hér á landi undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×