Ábyrg efnanotkun 27. ágúst 2009 06:00 Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlitskerfi fyrir efni og efnavörur. Meginmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Takmarkið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöldum yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, húsgögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstaklega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsingahópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsingum er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð forskráning efna sem lauk 1. desember 2008. Fyrirtæki sem ekki forskráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahópum og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnunar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátttakenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlitskerfi fyrir efni og efnavörur. Meginmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Takmarkið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöldum yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, húsgögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstaklega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsingahópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsingum er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð forskráning efna sem lauk 1. desember 2008. Fyrirtæki sem ekki forskráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahópum og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnunar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátttakenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun