Viðskipti innlent

Gott uppgjör hjá Foroya Banki

Foroya Banki leggur fram mjög gott ársuppgjör eftir síðasta ár og nam hagnaður bankans af rekstrinum171 milljón danskra kr. eða tæplega 3,4 milljörðum kr.. Er þetta nokkru meiri hagnaður en árið áður er hann nam 144 milljón danskra kr..

Janus Petersen bankastjóri Foroya Banki segir í tilkynningu um uppgjör ársins að bankinn komi sterkur út úr árinu 2008 og að allar væntingar um rekstur árins hafi staðist.

Þá er Foroya Banki bjartsýnn á horfurnar fyrir þetta ár og reiknar með að hagnaður bankans muni aukast frá því sem nú er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×