Erlent

Ræningjar ógnuðu fólki með sög

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir unglingspiltar í Kaupmannahöfn voru handteknir í nótt eftir að þeir gengu um götur borgarinnar og ógnuðu fólki með sög. Þeir veittust að manni á Christmas Møllers Plads, slógu hann í andlitið og hótuðu honum með sögina á lofti. Höfðu þeir af honum einhver verðmæti en lögregla greip þá skömmu síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×