Umfjöllun: Markvarsla Hlyns skóp sigur Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2009 19:09 Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals. Mynd/Stefán Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira
Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira
Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40
Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26
Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46