Erlent

Fjöldi sjórána tvöfaldast milli ára

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Árásum sjóræningja á skip á hafi úti hefur fjölgað svo að nánast er um tvöföldun að ræða miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Alþjóðasiglingastofnunarinnar. Á fyrsta fjórðungi þessa árs réðust sjóræningjar á 102 skip samanborið við 53 árásir á sama tíma í fyrra. Þessar tölur ná til alls heimsins en mestu munar þarna um umsvif sómalskra sjóræningja á Aden-flóa sem hafa 41 sinni gert árásir á skip það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×