Viðskipti innlent

Mesta hækkunin hjá Bakkavör og Icelandair

Bakkavör og Icelandair hækkuðu mest í kauphöllinni í dag í fremur líflegum viðskiptum sem alls námu hátt í 50 milljónum kr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og stendur í 265 stigum.

Bakkavör hækkaði um 14,3%, Icelandair um 11,1% og Össur um 0,9%.

Mesta lækkunin varð hjá Century Aluminium eða 17,5%. Atlantic Petroleum lækkaði um 3% og Föroya Banki um 1,2%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×