Gjaldeyrisforðinn rýrnar verulega við afnám haftanna 18. júní 2009 11:24 Gjaldeyrisforði Seðlabankans mun rýrna verulega eftir að hafist verður handa um að afnema gjaldeyrishöftin sem gilda í landinu. Reiknað er með að höftin verði afnumin í áföngum og að sú þróun hefjist í haust. Greining Íslandsbanka fjallar um málið og vitnar í orð fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í vikunni. Ekki er hægt að afnema gjaldeyrishöftin nema full vissa sé fyrir stöðugleika sagði Franek Rozadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á þriðjudaginn. Áherslan á gengisstöðugleika er tilkominn vegna þess hversu mikil gengisáhætta er í efnahagsreikning fyrirtækja og heimila. Rozadowski segir að þegar höftin verði afnumin megi reikna með því að ganga muni verulega á gjaldeyrisforðann. Nú er unnið að uppbyggingu forðans með lántökum bæði frá AGS, skandínavísku ríkjunum o.fl. Hugmyndin er sú að hefja afnám haftanna seint á þessu ári. Rozadowski sagðist telja að mikilvæg framfaraskref í efnahagsmálum yrðu stigin á næstu tveim mánuðum. Annars vegar væri útlit fyrir að aðskilnaður nýju og gömlu bankanna yrði lokið fljótlega og hins vegar væri stefnt að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst en það er forsenda þess að annar hluti láns AGS til íslenskra stjórnvalda sé afgreiddur. Í kjölfarið sagði Rozadowski að afnám gjaldeyrishaftanna gætu hafist í áföngum seint á þessu ári. Sagði hann að Seðlabankinn yrði að vera búinn undir skell á þeim tíma og því gæti gengið á gjaldeyrisforðann. Rozadowski varar jafnframt við lækkun stýrivaxta í þessu umhverfi þar sem með lækkun gæti skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Gjaldeyrisforði Seðlabankans mun rýrna verulega eftir að hafist verður handa um að afnema gjaldeyrishöftin sem gilda í landinu. Reiknað er með að höftin verði afnumin í áföngum og að sú þróun hefjist í haust. Greining Íslandsbanka fjallar um málið og vitnar í orð fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í vikunni. Ekki er hægt að afnema gjaldeyrishöftin nema full vissa sé fyrir stöðugleika sagði Franek Rozadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á þriðjudaginn. Áherslan á gengisstöðugleika er tilkominn vegna þess hversu mikil gengisáhætta er í efnahagsreikning fyrirtækja og heimila. Rozadowski segir að þegar höftin verði afnumin megi reikna með því að ganga muni verulega á gjaldeyrisforðann. Nú er unnið að uppbyggingu forðans með lántökum bæði frá AGS, skandínavísku ríkjunum o.fl. Hugmyndin er sú að hefja afnám haftanna seint á þessu ári. Rozadowski sagðist telja að mikilvæg framfaraskref í efnahagsmálum yrðu stigin á næstu tveim mánuðum. Annars vegar væri útlit fyrir að aðskilnaður nýju og gömlu bankanna yrði lokið fljótlega og hins vegar væri stefnt að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst en það er forsenda þess að annar hluti láns AGS til íslenskra stjórnvalda sé afgreiddur. Í kjölfarið sagði Rozadowski að afnám gjaldeyrishaftanna gætu hafist í áföngum seint á þessu ári. Sagði hann að Seðlabankinn yrði að vera búinn undir skell á þeim tíma og því gæti gengið á gjaldeyrisforðann. Rozadowski varar jafnframt við lækkun stýrivaxta í þessu umhverfi þar sem með lækkun gæti skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira